Lykilatriðið að allir eigi skemmtilega kvöldstund
10. desember, 2013
Á morgun, miðvikudag, verða tónleikar í húsnæði Kiwanisklúbbsins Helgafells við Strandveg. Tónleikarnir hefjast klukkan 20:00 en þar verða frumflutt lög heimilislæknisins Ágústar �?skars Gústafssonar en textana við lögin semur Jóhanna Ýr Jónsdóttir. Allur ágóði tónleikanna rennur til Einhugs, foreldrafélags barna með raskanir á einhverfurófi í Vestmannaeyjum. Forsala miða á tónleikana er í Tvistinum og verður hægt að kaupa miða til klukkan 17:00 á morgun, miðvikudag.
Rætt var við þau Ágúst �?skar og Jóhönnu Ýr í síðasta tölublaði Eyjafrétta en tónlistarsamstarf þeirra hófst á síðasta ári þegar Jóhanna Ýr og Sighvatur Jónsson báðu Ágúst um tónlist í heimildamyndina �?tlendingur heima – uppgjör við eldgos sem fjallaði um Heimaeyjargosið 1973.
Fjölbreyttir tónleikar
Tónleikarnir verða fjölbreyttir eins og sjá má af flytjendum en þeir eru: Karlakórinn Stuðlar, Arndís �?sk Atladóttir, Guðmundur Davíðsson, Sísí Ástþórsdóttir, Davíð og Orri Arnórssynir. En við hverju mega tónleikagestir búast?
�??�?arna rætist gamall draumur um að semja fyrir karlakór þó að eitt lagið sem þeir flytja verði seint talist hefðbundið karlakórslag, nokkur barnalög munu einnig heyrast eins og �?ráðlausi heima-síminn, en annars munu söngvarar njóta sín til fulls við gítar- og píanóundirleik, annað væri óeðlilegt því við erum með svo góða söngvara. Sjálfur syng ég eina jólalag tónleikanna og því höfum við grínast með að þetta séu einslags jólatónleikar. Á milli laga verða svo sagðar skemmtilegar sögur úr daglega lífinu. Allir ættu því að finna eitthvað við sitt hæfi og lykilatriðið hjá okkur er að allir eigi skemmtilega kvöldstund.�??
Skrefinu lengra
Eftir heimildamyndina hvatti Jóhanna Ýr Ágúst til að taka tónlistina sína skrefinu lengra. Ágúst lumaði á fjölbreyttu lagasafni, en vantaði texta. �??Við fórum að senda á milli hugmyndir og á Jóhanna Ýr mikinn þátt í að ég er kominn á þennan stað með tónlistina mína og upp úr skúffunni.�??
Jóhanna Ýr segir vinnulagið þannig að Ágúst sendi henni lög og hummi melódíuna upp á símann sinn og sendi til hennar og hún semji textana. �??Fyrsta lagið sem hann sendi mér, Dýrmæt augnablik, átti að fjalla um von í sorginni. Hugsunin hjá honum var að hinn látni væri að kveðja ættingjana, sáttur við guð og menn,�?? segir Jóhanna Ýr sem hefur samið ljóð síðan hún var unglingur. Hætti því í mörg ár eða þar til í fyrra er hún samdi í fyrsta sinn leikrit, Allra, allra langbesta jólaleikrit allra tíma sem var sett upp af LV á síðasta ári. �?ar voru líka lagatextar, sem líklega gáfu Ágústi hugmyndina að hafa samband við hana, en hún vill að sama skapi þakka Ágústi fyrir að hafa kveikt aftur í henni að semja, þetta sé mikil útrás og gefi henni mikið að taka þátt í svona skapandi starfi.
Leikur að orðum
Hún segir að Ágúst sé annars góður textasmiður og hafi gaman að leika sér að orðum, en einhverra hluta vegna virðist feiminn við að semja þá sjálfur. �??Hann hefur átt nær allar hugmyndirnar að yrkisefni textanna, og hugmyndirnar eru rosalega góðar, svo fæ ég í raun frjálsar hendur til að semja það sem mér dettur í hug, en hugmyndirnar að upplagi koma nær alltaf frá honum enda samdi hann kannski melódíuna við ákveðnar aðstæður og bara vinnutitlar sumra laga gefa manni strax tóninn, ef svo má að orði komast�??, segir Jóhanna Ýr og kímir.
Kiwanismenn styrkja börn
En af hverju datt Ágústi í hug að styrkja Einhug?
�??�?g er meðlimur Kiwanisklúbbs-ins Helgafells og hlutverk hreyfingarinnar er meðal annars að efla velferð barna. Sem læknir kynnist maður einnig börnum með einhverfu og foreldrum þeirra. Greining getur tekið langan tíma, jafnvel mörg ár og öll óvissa er mjög slæm. �?essi óvissa er skiljanlega mjög erfið fyrir foreldrana en með öflugu félagi og samtökum er hægt að fá stuðning og fleiri úrræði. Einnig gleymist að hægt er að fá stuðning fyrir systkini barna með sérþarfir. �?egar ég heyrði af Einhug kom ekki annað til greina en að leggja því lið,�?? sagði Ágúst.
Skoða blaðið á netinu
Forsida 12 Tbl 2024
12. tbl. 2024
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst