Eftir afgreiðslu fjárlaga fyrir árið 2007 hefur ríkisstjórnin gripið til smávægilegra leiðréttinga á greiðslum til örorku- og ellilífeyrisþega. Hægt verður að flýta aðgreiningu frá tekjum maka, frítekjumörk vegna atvinnutekna samræmd milli öryrkja og aldraðra og að unnt verður að dreifa töku séreignasparnaðar yfir heilan áratug. Halda menn að aldraðir og öryrkjar hafi upp á heilu áratugina að hlaupa?! Áfram verður þó hagstæðast fyrir elllífeyrisþega að taka séreignarsparnað út í einu lagi áður en viðkomandi hefur töku ellilífeyris.
Eftir standa svo skerðingar m.a. vegna tekna úr lífeyrissjóðum frá fyrstu krónu. Sá sem býr einn og hefur tekjutryggingu og heimilisuppbót heldur aðeins eftir 3.100 kr. af 10.000 kr. 69% fara í tekjuskatt og skerðingu. �?á stendur eftir krafan um hækkun grunnlífeyris, sem verði óskertur til allra lífeyrisþega.
Aðgerðir núverandi ríkisstjórnar sýna, svo ekki verður um villst, að fulltrúar ríkisvaldsins í samráðsnefndinni sálugu, höfðu ekki viðunandi samningsumboð. �?að má því vera sérhverjum lífeyrisþega ljóst, að stjórnarflokkunum er ekki treystandi til að standa að endurskoðun og heildaruppstokkun almannatryggingakerfisins, endurskoðun skerðinga og flutningi á málefnum aldraðra frá heilbrigðisráðuneyti til sveitarfélaganna. Til þess að vel megi til takast, þarf samstöðu allra flokka á Alþingi.
Sú tillaga stjórnvalda sem samþykkt var um 25 þúsund króna frítekjumark á mánuði vegna atvinnutekna lífeyrisþega, nær allt of skammt, enda um brot að ræða af meðaltekjum í landinu. Nú er vinnuaflsskortur í þjóðfélaginu og með því að miða frítekjumarkið við 70 þúsund krónur á mánuði, hefði skapast raunverulegur hvati til þess að lífeyrisþegar nýttu krafta sína frekar á vinnumarkaði og bætt um leið kjör sín.
Frá 1992 hefur nærri helmingi þess fjár sem landsmenn hafa greitt í Framkvæmdasjóð aldraðra, verið varið í rekstur og ýmis önnur verkefni sem orka tvímælis að séu í samræmi við lög, í stað nýbygginga og endurbóta á hjúkrunar- og dvalahreimilum. Afleiðinginn er mikill skortur á hjúkrunarrými og fjöldi aldraðra býr enn á fjölbýli á hjúkrunarheimilunum. Með því að skila Framkvæmdasjóði aldraðra aftur þeim fimm milljörðum, sem teknir hafa verið til rekstrar á undanförnum árum, hefði skapast tækifæri til að gera stórátak í búsetu- og umönnunarmálum aldraðra.
Í ljósi þess að við blasir að gera þarf stórátak í kjarmálum og búsetumálum aldraðra, verður það að teljast óábyrgt af stjórnvöldum, að láta líta svo út sem nú sé verið að bæta stórlega hag aldraðra á öllum sviðum. Ljóst er að LEB og AFA þurfa að skerpa enn frekar á réttindamálum sínum og halda áfram skeleggari baráttu en nokkru sinni fyrr, með öllum tiltækum ráðum. Málefni aldraðra þola enga bið.
Stjórn Landssamband eldri borgara
Stjórn AFA – Aðstandendafélag aldraðra
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst