Það er óhætt að segja að það sé skammt stórra högga á milli hjá karlaliði ÍBV. Á fimmtudaginn lagði liðið Saint Patrick’s Athletic í Evrópukeppninni og í dag mun liðið leika gegn Fjölni í 8-liða úrslitum bikarkeppninnar. Þá tekur við ferðalag til Írlands fyrir seinni leikinn gegn St. Pat’s á fimmtudaginn. Strákarnir koma svo til baka til Eyja á laugardaginn og taka á móti FH á Hásteinsvellinum á sunnudag.