Karlalið ÍBV í körfubolta mætir Sindra frá Hornafirði í tveimur leikjum, annarsvegar í kvöld klukkan 20:15 og hins vegar á morgun, laugardag, klukkan 11:00. Eyjamenn eru í öðru sæti í C-riðli með 12 stig á meðan Sindri er í næst neðsta sæti með 4. Róðurinn ætti því að verða Eyjamönnum auðveldur í leikjunum tveimur en þó er aldrei hægt að bóka sigur fyrirfram.