Hulda Bjarnadóttir og Sighvatur �??Hvati�?? Jónsson hafa gengið til liðs við K100 – FM100,5 – þar sem þau stýra dægurmála- og lífstílsþættinum Magasínið, á hverjum virkum degi á milli kl. 16 og 18. �?átturinn verður líflegur og upplýsandi, í takt við þá skemmtilegu stemningu sem ríkir á K100, og er hluti af nýjungum á K100 sem er ætlað að efla starfsemi stöðvarinnar enn frekar.
Nýr þáttur sniðinn að nýjum tímum
�??Við Hulda höfum þó nokkra reynslu af morgun- og síðdegisþáttum frá fyrri útvarpsstörfum sem sannarlega nýtist okkur vel í dag,�?� segir Hvati. �??�?átturinn er sniðinn að nýjum tímum, nýjum samskiptaleiðum og nýrri tækni. �?tvarpsstöðin K100 gengur í gegnum spennandi umbreytingu þessa dagana. Við tökum þátt í þeirri umbreytingu af krafti með því að leiða líflega dægurmála- og lífstílsumræðu fyrir Íslendinga á leið heim úr vinnu á hverjum degi. Síðdegisþátturinn verður svo sannarlega ekki hefðbundinn fréttatengdur dægurmálaþáttur. Við ætlum að nálgast allt efni á nýjan hátt, meðal annars með nýrri tækni sem mun skapa K100 sérstöðu meðal íslenskra útvarpsstöðva,�?� segir Hvati og bætir við að það sé frábært að fá tækifæri til að starfa með Huldu á ný, en þau unnu fyrst saman í morgunþættinum Hvati og félagar á FM957 árin 1998-2001. �??Okkur Huldu þykir mjög vænt um að ein af okkar góðu fyrirmyndum í útvarpi, Jón Axel �?lafsson, hafi leitað til okkar og leitt okkur saman vegna þessa spennandi verkefnis, en hann er starfsfólki á K100 innan handar við þær breytingar sem nú standa yfir. �?að er gaman að vera hluti af útvarpslandsliðinu á K100 á spennandi tímum,�?� segir Hvati.
Taka þátt í lífi fólks
�??�?átturinn er fyrir fólk sem hefur skoðanir og vill fylgjast með upp að vissu marki en ekki síður fyrir fólk sem þorir að vera áfram ungt í anda og taka sig ekki of alvarlega. �?að er létt yfir stöðinni og þannig verður þátturinn einnig uppbyggður,�?� segir Hulda. �??Við ætlum að vera á meðal fólks, taka þátt í lífi þess, líkt og við gerum á hverjum degi á samfélagsmiðlum. Líklega er þetta upphafið á kynslóðarbreytingu í íslensku útvarpi. �?að er spennandi að koma að uppbyggingunni hjá Árvakri enda metnaðarfullt og hæfileikaríkt fólk fyrir hjá fyrirtækinu. �?g hlakka til að starfa með þessu landsliði í útvarpi sem er mætt til leiks á K100 – FM100,5 – og því fagfólki sem fyrir er á miðlum Árvakurs,�?? segir Hulda.
Spennandi tímar hjá Árvakri
Samhliða störfum á K100 er Hulda forstöðumaður þróunarmála Árvakurs, sem m.a. gefur út Morgunblaðið, rekur fréttavefinn mbl.is og Eddu �?tgáfu. �??Árvakur er eins og önnur fjölmiðlafyrirtæki að takast á við breytt umhverfi og er rekstur útvarps áhugaverð viðbót við aðra starfsemi félagsins í ljósi þeirra tækifæra sem skapast við samspil ólíkra miðla, �?? segir Hulda. Hún er með BSc í Viðskiptafræði og MBA frá HR og hefur síðastliðið ár leitt alþjóðasvið Viðskiptaráðs Íslands. Hún hefur verið í forsvari fyrir félagasamtökin KRAFT, stuðningsfélag fyrir ungt fólk með krabbamein og einnig fyrir Félag kvenna í atvinnulífinu (FKA). Hún var dagskrárstjóri á útvarpssviði Norðurljósa, fyrirrennara 365. �?á hefur hún sinnt dagskrárgerð á Bylgjunni og FM957 og í sjónvarpi og starfað við útsendingarstjórn.
Margmiðlandi útvarp
Sighvatur Jónsson, Hvati, er menntaður margmiðlunarhönnuður og tölvunarfræðingur frá Danmörku. Hann segir að útvarpsstöðin K100 verði meira en útvarp. �??�?að er draumi líkast að fá tækifæri til að taka þátt í þeim breytingum sem eiga sér stað í miðlun þessi misserin. Meðal tækninýjunga á K100 er myndavélakerfi sem gerir útvarpsstöðina í raun að sjónvarpsstöð. Með einföldum hætti getum við því miðlað efni úr þáttum stöðvarinnar hratt á vef og deilt því um samfélagsmiðla. �?tvarpshlustun er með ýmsum hætti í dag, fólk getur hlustað á gamla góða útvarpið, í gegnum net og sjónvarp. �?á er sífellt meira um að fólk sæki sér sjálft það efni sem það vill hlusta og horfa á þegar því hentar. Með áherslu á nýjar samskiptaleiðir og tækni er K100 leiðandi á þessu sviði á Íslandi, miðill sem byggir að grunni til á umgjörð útvarpsins, en er um leið margmiðlandi efnisveita,�?? segir Hvati.
Hvati hefur ríflega 20 ára reynslu í íslenskum fjölmiðlum. Hann byrjaði í útvarpi á FM957 árið 1996; flutti sig yfir á Bylgjuna árið 2001 og á fréttastofu Stöðvar 2 árið 2003. Hann hefur einnig unnið sem fréttamaður hjá R�?V um árabil. Undanfarin 12 ár hefur Hvati rekið eigið framleiðslufyrirtæki, SIGVA media, þar sem hann hefur framleitt útvarps- og sjónvarpsefni fyrir R�?V, 365 miðla og N4 ásamt framleiðslu eigin heimildarmynda. Síðustu 7 ár hefur Hvati verið um-
sjónarmaður Vinsældalista Rásar 2.
Lifandi Magasín
Undanfarna daga hafa Hulda og Hvati unnið hörðum höndum að undirbúningi nýja þáttarins, Magasínið, sem fer í loftið í dag, miðvikudag, klukkan 16. �??Frá því að tilkynnt var um þáttinn okkar Hvata höfum við mikið verið spurð um tvennt, annars vegar um hvernig þáttur þetta verður og hins vegar um hvað hann á að heita. Við veltum vöngum yfir þessu í nokkra daga og ræddum við samstarfsfélaga okkar á K100 um ýmsar hugmyndir,�?? segir Hulda. �??Nafn þáttarins var eiginlega fyrir framan okkur allan tímann,�?? bætir Hvati við. �??�?egar við vorum spurð um þáttinn sögðum við alltaf að þetta yrði magasínþáttur, sem er mikið notað orð í fjölmiðlabransanum um þætti eins og þennan þar sem fjölbreyttu efni er raðað saman eins og við vinnslu tímarits. Okkur þykir líka skemmtileg myndlíkingin að þátturinn er eins og magasín þar sem er mikið af áhugaverðum hlutum og fólki,�?? segir Hulda. �??Vinnan við undirbúning þáttarins hefur verið mikil en mjög skemmtileg,�?? segir Hvati og bætir við að hann og Hulda séu mjög spennt að opna Magasínið.
Sjómannslíf
�??Algengasta spurningin sem ég hef fengið frá Eyjamönnum að undanförnu er hvort ég sé fluttur frá Eyjum,�?? segir Sighvatur aðspurður um viðbrögð við nýja starfinu. �??Við fjölskyldan verðum með annað heimili á höfuðborgarsvæðinu en elsti sonur okkar hjóna er einmitt að hefja þar nám í háskóla. Tímasetning þessa starfstilboðs hefði vart getað verið betri hvað þetta varðar. Við feðgarnir verðum saman í leiguíbúð og svo kem ég heim til Eyja um helgar, þetta verður sjómannslífið hjá mér á næstunni. Svona verður þetta hjá okkur í fyrstu og svo sjáum við til hvernig málin þróast,�?? segir Sighvatur sem mun áfram reka fyrirtæki sitt SIGVA media samhliða störfum sínum fyrir K100, en útvarpsstöðin er rekin af Árvakri hf. sem einnig gefur út Morgunblaðið og rekur fréttavefinn mbl.is.