Eins og áður hefur verið kynnt þá hefur Vinnslustöðin skrifað undir samning um smíði á nýjum ísfisktogara fyrir Vinnslustöðina. �?egar er hafin vinna við smíði skipsins í Kína. Skipið verður 50,7 metra langt og 12,8 metra breitt. Hinu nýja skipi er ætlað að leysa togarann Jón Vídalín VE af hólmi. Með sérstakri hönnun skrokks og óvenju stórri skrúfu, miðað við stærð skipsins, verður skipið 60% aflmeira en Jón Vídalín VE án þess að olíunotkun aukist að sama skapi. Skipið verður búið þremur rafdrifnum togvindum og getur dregið tvær botnvörpur samtímis. Tæknibúnaður verður allur eins og best verður á kosið og aðbúnaður áhafnar í samræmi við nútímakröfur.
Skipstjóri á hinu nýja skipi, sem áætlað er að verði komið til heimahafnar um mitt ár 2016, verður Magnús Ríkarðsson. Magnús fæddist í �?lafsvík þann 20. ágúst 1964. Hann byrjaði til sjós í �?lafsvík með föður sínum 14 ára gamall á Gunnari Bjarnasyni. Árið 1982 hélt Magnús til Vestmannaeyja í stýrimannaskólann. Í kjölfarið fór hann sem 2. stýrimaður á Bylgju VE og var hann þar í 1 ár. Lá leið hans þá aftur vestur á Snæfellsnes þar sem hann fór sem stýrimaður á Hamar frá Rifi eina síldarvertíð. Magnús hélt að því loknu til Vestmannaeyja þar sem hann hefur verið allar götur síðan. Magnús var stýrimaður á Suðurey VE eftir að hann fluttist alfarið til Vestmannaeyja. Árið 1987 hófst skipstjórnarferill Magnúsar. Fyrst var hann með Sigurvík VE og þar á eftir Bergvík VE í eigu sömu útgerðar. Magnús hefur frá árinu 1993 verið skipstjóri á Drangavík VE sem er í eigu Vinnslustöðvarinnar þar sem Magnús hefur verið afburðar skipstjóri. Magnús er kvæntur �?nnu Huldu Long og eiga þau 4 börn og eitt barnabarn.
Vinnslustöðin fagnar því að Magnús hafi verið tilbúinn að taka að sér það mikilvæga verkefni að stjórna hinu nýja skipi og óskar Magnúsi áframhaldandi velfarnaðar í starfi hjá Vinnslustöðinni.