Magnús Ríkharðsson, skipstjóri á Drangavík VE, tekur við skipstjórn á Breka VE, sem Vinnslustöðin er að láta smíða í Kína. Er áætlað að skipið komi heim í haust. Í sumar hætti Magnús sem skipstjóri á Drangavík til að fylgja eftir frágangi við smíði Breka og undirbúa heimferð skipsins.
�?etta kemur fram í frétt frá félaginu þar sem einnig er sagt frá því að Sverrir Gunnlaugsson, skipstjóri á Gullbergi VE taka við skipstjórn á Drangavík. Rekstri Gullbergs verður hætt í lok þessa árs eða byrjun þess næsta.
Sverrir og Magnús eru með reyndari skipstjórum flotans og hafa starfað lengi sem skipstjórar hjá Vinnslustöðinni.
Breki VE verður mun öflugra togskip en þau sem nú eru í rekstri félagsins og er honum ætlað að koma í stað togskipanna Gullbergs og Jóns Vídalíns sem munu hverfa úr rekstr Vinnslustöðvarinnar. Í fyllingu tímans er gert ráð fyrir að tvær áhafnir muni skiptast á að sækja sjóinn á Breka og draga að landi afla beggja skipanna, þeirra Gullbergs og Jóns Vídalín.