Hafrannsóknarstofnun greindi frá því á mánudaginn að rannsóknarskipið Árni Friðriksson hefði lagt úr höfn til þess að taka þátt í fjölþjóðlegum uppsjávarvistkerfisleiðangri í Norðurhöfum, að sumarlagi, (IESSNS, International Ecosystem Summer Survey in the Nordic Seas). Leiðangurinn mun standa yfir í 23 daga og verða sigldar tæplega 4.100 sjómílur eða um 7.500 kílómetra. Eitt af meginmarkmiðum þessa verkefnis er að meta magn og útbreiðslu makríls, kolmuna og norsk-íslensku síldarinnar í norðaustur Atlantshafi á þessum árstíma.
Þetta er tólfta árið sem Hafró tekur þátt í leiðangrinum ásamt skipum frá Noregi, Færeyjum og Danmörku. Fyrirhugaðar leiðarlínur Árna Friðrikssonar eru gefnar upp á skýringarmynd. Þegar þessi frétt er skrifuð hefur hann þegar farið suðvestur við Reykjanesskaga og Vestmannaeyjar. Kort þar sem hægt er að fylgjast með.
Sumarsjávarleiðangurinn stendur yfir dagana 5.-27. júní. Leiðangurssvæðinu er skipt í fimm svæði. Skip frá Færeyjum og Noregi munu mæla austan við landið. Um borð í Árna eru 6 vísindamenn og 17 manna áhöfn.





















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.