Málþing í Sagnheimum um heilsutengdan lífsstíl

Laugardaginn 28. janúar er þér boðið til málþings sem haldið verður í Sagnheimum. Boðið verður upp á 4 stutta fyrirlestra um mikilvægi þess að hlúa að eigin heilsu auk þess sem fyrirtæki, áhugahópar og aðrir munu kynna nokkur af þeim fjölbreyttu tækifærum sem eru í boði til heilsueflingar í Vestmannaeyjum. Þá mun yngstu þátttakendunum verða boðið upp á krakkajóga á Bókasafninu á sama tíma.

Þau sem koma fram á dagskránni leitast öll á einn eða annan hátt við að svara spurningunum: Hvað einkennir heilbrigt líf og hvernig get ég öðlast það? Svör þeirra kunna að vera ólík og henta öðrum misvel en hið sameiginlega er skilningurinn á tækifærinu sem ævinlega gefst hér og nú til að vaxa og dafna.

Við munum gera ítarlegri grein fyrir efni málþingsins er nær dregur, í samstarfi við fréttamiðlana í Vestmannaeyjum og þátttakendur sem við þökkum öllum hjartanlega fyrir frábært samstarf.

Þessar línur eru hins vegar settar saman sem áskorun til þín sem ert þetta einstaka kraftaverk sem heitir val. Hverjar sem ytri aðstæður okkar kunna að vera er það staðreynd að val býr til veruleika, sumir segja eina veruleikann sem við byggjum.

Með því að mæta velurðu að fjárfesta í því sem öllu skiptir – að leitast við að töfra fram bestu útgáfuna af þér.

Verið velkomin á málþingið í Sagnheimum.

Nýjustu fréttir

Kallað eftir hugmyndum fyrir Goslokahátíð 2026
Ein ferð í Landeyjahöfn
Heilsurækt við Íþróttamiðstöðina boðin út á ný eftir kærumál
Góður mánudagur sem varð enn betri!
Fimm skip til loðnuleitar
Löndun Breka VE í Grundarfirði – flókið verkefni og fumlaus vinnubrögð
Gong slökun, endurstilling í hraða nútímans
Bæjarráð gagnrýnir samgönguáætlun
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.