Mandal verður með jólatónleika í Safnaðarheimili Landakirkju í dag, sunnudaginn 20. desember. Tónleikarnir hefjast kl. 17.00 og eru tileinkaðir minningu Anniku Tönuri, tónlistarkennara, sem lést 3. desember sl. Mandal er skipað þeim Báru Grímsdóttur, Chris Foster, Helgu Jónsdóttur og Arnóri Hermannssyni. Tónleikarnir eru styrktir af menningarráði Suðurlands, Handritin heim, Sögusetrinu 1627 og Landakirkju Vestmannaeyja.