Mánudagspistill forstjóra
1. desember, 2015
Framkvæmdastjórn hefur nú haldið opna starfsmannafundi þar sem farið hefur verið yfir hvað hefur áunnist frá sameiningunni í fyrra, rekstrarhorfur og verkefnin framundan. Fundurinn í Vestmannaeyjum var haldinn 17. nóvember og sóttu um 40 manns fundinn og í dag var haldinn fundur á Selfossi sem um 50 starfsmenn sóttu.
Ljóst er að nú fyrir árið 2015 stefnir í um 0,7-0,9% hallarekstur á Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Megin skýringarnar á því eru aukin verkefni í sjúkraflutningum og að enn hefur ekki verið veitt rekstrarfé í starfsemi nýrrar göngudeildar lyflækninga á Selfossi. Til þessara tveggja verkefna vantar um 55 millj. kr. á þessu ári. Fjöldi sjúkraflutninga í heilbrigðisumdæmi Suðurlands hefur aukist um 27% á síðustu fimm árum og tímalengd flutninga er að meðaltali um tvær klukkustundir, en þá er ótalinn sá tími sem tekur að koma farartæki sjúkraflutninga aftur á starfstöð. Á þessu ári stefnir í yfir 3200 flutninga með sjúklinga í umdæminu. Göngudeildin á Selfossi hefur sannað sig sem mikilvæg nýjung í þjónustu við sjúklinga á Suðurlandi. �?ar er nú starfrækt blóðskilun fyrir nýrnasjúklinga sem geta þegið þjónustu nærri heimabyggð. Mikilvægt er að geta haldið úti þeirri starfsemi enda mun ódýrara fyrir samfélagið að geta veitt þessa tegund þjónustu nærri heimabyggð. Möguleikarnir eru fyrir hendi að bæta enn í starfsemina og fjölga þeim sem geta þegið slíka meðferð hjá HSU og auk þess er tækifæri til að bjóða fram meðferð fyrir krabbameinssjúklinga á Selfossi. En áður en ráðist er í það verkefni er mikilvægt að tryggja fjármögnun nýrra verkefna sem þessara á landsbyggðinni.
Nú er unnið að gerð rekstaráætlunar fyrir árið 2016. �?að hefur reynst vandasamt verk þar sem laun hafa hækkað umtalsvert á síðasta ári og hækkanir launa skila sér einnig inn á næsta ári. Enn er óljóst hverjar launabætur ríkisins verða til heilbrigðisstofnanna og því ekki aðgengilegt að leggja fram raunhæfar áætlanir.
�?að eru fjölmörg verkefni sem bíða okkar á HSU á næstu misserum til eflingar á almennri og sérhæfðir heilbrigðisþjónustu í heimabyggð. Á fjárlögum ársins 2016 er m.a. lögð fram aukning til eflingar heimahjúkrunar og sálfræðiþjónustu, sem er viðleitni í þá átt að byggja undir þá nauðsynlegur þjónustu. Á móti kemur að fjárframlög til grunnþjónustu eru ekki næg og lítið svigrúm til endurbóta á búnaði og tækjum sem þarf til að viðhalda og efla þjónustuna. Algjört lykilatriði er að yfirvöld bæti af myndarskap þá skerðingu sem hefur viðgengist í rekstri heilbrigðismála í landinu síðast liðin 15 ár, og jafnvel lengur. Á undanförnum 7 árum hefur verið tekin út fjórða hver króna úr rekstirnum. Búið er að herða tökin á rekstri starfseminnar eins og kostir er en þó ríkir áfram sú krafa um að veita lögbundna almenna heilbrigðisþjónustu, sem okkur ber að uppfylla. Áríðandi er að fjárveitingavaldið sjái til þess að rétt sé gefið til lögbundinna verkefna.
�?g vil hvetja starfsfólk til bjartsýni en um leið þakka öllum fyrir þrautseigju og úthald. Hlutverk stofnunarinnar okkar er að leggja grunn að skipulagi almennrar heilbrigðisþjónustu og tryggja íbúum jafnan aðgang að henni þannig að þeir eigi kost á fullkomnustu heilbrigðisþjónustu sem á hverjum tíma er tök á að veita. Við teljum mikilvægt að nýta allar okkar auðlindir sem best og því mikilvægt að við fáum lágmarks fjármagn til að tryggja þjónustu og endurnýjun búnaðar og tækja. �?g vil hvetja samstarfsfólk mitt til að benda á snjallar lausnir sem við getum hagnýtt til að bæta þjónustuna og aðbúnað fyrir það fjármagn sem við höfum. �?g vil kalla eftir hugmyndum frá starfsfólki og íbúum og mun kynna það betur á næstu vikum.
Með góðri kveðju,
Herdís Gunnarsdóttir, forstjóri.
Skoða blaðið á netinu
Forsida 12 Tbl 2024
12. tbl. 2024
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst