Friðrik Egilsson bakari opnaði Eyjabakarí laugardaginn 29. október og segir hann viðbrögð fólks vonum framar. Margfaldur dagsskammtur fór á einum degi og þurfti að seinka opnun daginn eftir sökum þess. Friðrik segir þetta draum að rætast en síðan hann kláraði námið fyrir sextán árum hefur hann alltaf stefnt að því að opna eigið bakarí.
Hvernig gekk fyrsti dagurinn? �??Fyrsti dagurinn gekk vonum framar, við erum klökk og þakklát fyrir viðtökur Eyjamanna, okkur óraði ekki fyrir þessu. Við gerðum plan um þriggja til fjögurra daga framleiðslu sem kláraðist á einum degi. Eyjamenn eru móttækilegir fyrir nýungur og verð ég núna að halda rétt á spöðunum og halda uppi sama standard, við ætlum að gera allt til þess að þjónusta Eyjamenn,�?? sagði Friðrik.
Var eitthvað tómarúm í bænum sem þurfti að fylla? �??�?g veit það ekki. Kannski ekki tómarúm en eins og ég er vanur að segja þá er samkeppni af hinum góða. Hér hafa verið tveir bakarar í mörg ár og það hefur alveg rekið sig. �?g var búinn að ræða við fólk hérna um hugmyndina og tala við góða vini og eftir það var bara stokkið til.�??
Er þetta draumurinn? �??�?etta er búið að vera draumurinn síðan ég útskrifaðist árið 2000. �?g byrjaði að vinna í bakaríi árið 1995 og vissi ekki hvaða bóknám ég vildi leggja fyrir mig þannig ég fór í verknám og það heillaði mig. Síðan hefur þetta undið upp á sig og það var alltaf draumurinn að opna mitt eigið.
�?essi tiltekna hugmynd hefur verið í bígerð í um þrjú ár en ég sá möguleikann fyrst þegar ég var að vinna hérna fyrst sem knattspyrnuþjálfari. �?að var bara aldrei tími, né staður eða stund og önnur verkefni í bænum en þá var ég byrjaður í öðru bakaríi í bænum sem var spennandi og kenndi mér margt.�??
Í hverju var mesta salan á laugardaginn? �??Við erum með lífrænt ræktaðan súr í flest öllum brauðum, það er eitthvað sem ég er búinn að vera að rækta í að verða ár og hef gert frá grunni og það kom vel út. Svo var ég með hugmynd um karamelluköku sem er svolítil leyniuppskrift, hún steinlá.�??
Hvaðan færðu innblástur? �??�?g fékk mikinn innblástur frá meistara mínum, Hafliða Ragnarssyni, í Mosfellsbakarí og pabba hans Ragnari Hafliðasyni. �?g lærði í flottu bakaríi og nýt góðs af því.�??
Hvort ertu meira í brauðinu eða sætabrauðinu? �??�?g er í raun beggja blands, kann bæði. �?g lærði náttúrulega hjá konditor meistara og var stefnan hjá þeim í Mosfellsbakaríi sú að þeir útskrifuðu ekki nemendur nema þeir kynnu þetta allt saman. Brauðin og brauðabakstur heillar mig rosalega mikið því það er svo vítt svið en það gera terturnar líka.
Maður er alt muligt í þessu. Nú er súrinn inn í dag en svo verður eitthvað annað á morgun þannig maður verður bara að fylgja straumum og stefnum. Hann hefur haldist lengi þannig ég mun halda áfram að halda í honum lífi, ég er búinn að gera hann svolítið að mínu. �?etta er hollari kostur, allt lífrænt ræktað og líkaminn brýtur þetta vel niður. Súrdeigsbrauðið er ævagamalt í sögulegum skilningi en á sama tíma nútímalegt.�??