“�?að má segja að þetta hafi komið nokkuð snögglega upp á en þegar það gerðist var ekki mikið mál að fá mig lausa undan samningnum hjá Duisburg. Annars vil ég ekkert ræða um ástæðu þess að ég hætti þarna úti og ég veit í raun ekkert hvað tekur við hjá mér núna. �?g ætla að skoða mín mál mjög vel og ákveð framhaldið fljótlega. Nú er bara að halda sér í formi,” sagði Margrét.
Varstu búin að taka ákvörðun um að hætta um jólin?
“Nei ég var ekki búin að því. �?g fór þarna út eftir áramót en eins og ég sagði þá kom þetta nokkuð snöggt upp á.”
Margréti hafði gengið vel hjá Duisburg, sem er efst í þýsku deildinni og komið í undanúrslit bikarkeppninnar. Margrét hafði leikið þrjá bikarleiki með liðinu og skorað tvö mörk en hún mátti aðeins leika í bikarkeppninni fram að áramótum vegna félagsskiptareglna.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst