Nú síðdegis var tilkynnt um val KSÍ á knattspyrnumanni og -konu ársins. Eyjamenn geta svo sannarlega glaðst því viðurkenningarnar komu í hlut Eyjastúlkunnar Margrétar Láru Viðarsdóttur og Eyjapeyjans Hermanns Hreiðarssonar. Margrét Lára var valin annað árið í röð en hefur í allt hlotið viðurkenninguna þrívegis. Þetta er einnig í þriðja sinn sem Hermann er valinn knattspyrnumaður ársins.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst