Margrét Rut hóf 60 daga áskorun til að losa sig við hluti
7. febrúar, 2025

Eftir jólin fann Margrét Rut fyrir yfirþyrmandi tilfinningu þegar nýir hlutir fylltu heimilið og skapaði það álag að finna þeim pláss. Hún eins og margir aðrir, á miklu fleiri hluti en hún raunverulega notar eða hefur þörf fyrir og það tók það bæði pláss og orku. Að eigin sögn er þetta ekki fyrsta sinn sem hún hefur fengið hreinlega nóg af hlutunum á heimilinu eftir jólin og segist hún taka yfirleitt heimilið í gegn hvert ár og losa sig við hluti. En núna í janúar langaði henni að taka þetta skrefinu lengra. Hún ákvað að spjalla við gervigreindina (ChatGPT) um þessa hugmynd sína og hvort hún væri til í að útbúa plan fyrir sig þar sem hún tæki allt heimilið í gegn, eitt svæði í einu. ,,Mig langaði að einfalda líf mitt, skipuleggja heimilið betur. Ég lét útbúa sérsaumað plan fyrir heimilið mitt og þetta varð mjög spennandi og ekkert annað í stöðunni en að byrja.“

Margrét hefur deilt þessu ferðalagi með fylgjendum sínum á Instagram og veitt mörgum innblástur til að fara í svipaða áskorun. Við fengum tækifæri til að ræða við hana og fá innsýn í ferlið.

Er eitthvað sem hefur komið þér á óvart við ferlið hingað til?

Já, mér fannst stundum erfitt að sleppa takinu á sumum hlutum, jafnvel þó ég hafi ekki notað þá í langan tíma. Ég hélt einnig að þetta yrði auðveldara með dögunum sem liðu en það er dagamunur á því hversu miklu stuði ég er í fyrir að losa mig við hluti.

Hvaða svæði á heimilinu hafa verið erfiðust þegar kemur að því að losa?

Ég er ekki búin að fara í gegnum allt heimilið en ég ímynda mér að það verður mjög erfitt að fara yfir fataskápana. Ég á t.d. mikið af fötum sem ég held að ég mun nota „einhvern daginn,“ en í raun hef ég ekki klætt mig í þau í mörg ár. Einnig eru persónulegir hlutir eins og minjagripir og gjafir frá öðrum frekar krefjandi, því það fylgir þeim oft tilfinningalegt gildi. Það getur verið erfitt að meta það hvort ég muni sakna einhvers. Ég vil nefnilega ekki losa mig við hluti ef ég þarf svo að kaupa þá aftur einhvern tímann seinna. Þá væri þetta verkefni tilgangslaust.

Hvaða aðferð notar þú til að taka ákvörðun um hverju skal henda og hverju skal halda?

Ég reyni að vera raunsæ og spyr mig: „Hef ég notað þetta síðasta árið? Myndi ég kaupa þetta aftur ef ég ætti það ekki núna?“ Ef svarið er nei, þá fer hluturinn, ekki nema það sé einhver ástæða fyrir að geyma hann frekar. Ég nota líka þá reglu að ef eitthvað hefur verið geymt í kassa eða inni í skáp án þess að ég hafi saknað þess, þá þarf ég líklega ekki að halda því.

Hefur þetta ferli breytt kauphegðun þinni eða hvernig þú lítur á neyslu á einhvern hátt?

Bæði og, ég hef lítið haft gaman af mikilli neyslu og vil ekki eiga of mikið af hlutum sem ég þarf ekki á að halda, en ég er með veikan blett þegar það kemur að gömlu skrani, plöntum og fallegu leirtaui. Ég reyni líka að velja gæði umfram magn og kaupa frekar hluti sem endast lengi frekar en að láta undan hvatakaupum.

Þeir sem vilja fylgjast með Margréti Rut í áskoruninni geta fylgst með henni á Instagram undir margretrafns.

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
Forsida 2tbl 2025
2. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst