Margrét Lára Viðarsdóttir, knattspyrnukona varð næst markahæst á alþjóðlegu æfingamóti sem fór fram í Þýskalandi á dögunum. Kristianstad, lið Margrétar kom nokkuð á óvart og varð í öðru sæti mótsins, sem var nokkuð sterkt. Liðið tapaði fyrir þýska liðinu Potsdam í úrslitaleik 1:4 en Margrét var á sínum tíma til reynslu hjá þýska félaginu.