Mari Järsk hleypur í Eyjum
Mari J Ads 24 C
Hlauparinn Mari Jarsk virðir fyrir sér einstaka náttúrufegurð Vestmannaeyja. Ljósmynd/aðsend.

Hlauparinn Mari Järsk verður meðal þátttakenda í Vestmannaeyjahlaupinu sem fram fer á laugardaginn nk. Þetta er í fyrsta sinn sem hún tekur þátt, en hún hefur þrisvar tekið þátt í The Puffin Run. Skráning í Vestmannaeyjahlaupið fer fram hér.

Mari er gríðarlega reyndur hlaupari og stóð til að mynda uppi sem sigurvegari í Bakgarðshlaupi Náttúruhlaupa 382 kílómetrum og 57 klukkustundum eftir að hún hóf keppni í maí sl.

Hvað hlaupið sjálft varðar þá verður boðið upp á 5 km og 10 km hlaup. Rásmark verður við Íþróttamiðstöðina og hefjast bæði hlaupin kl. 12:30.

Keppnisgögn eru afhent milli kl. 17-19 föstudagskvöldið 6. september í Íþróttamiðstöð Vestmannaeyja. Eitt þátttökugjald 4.000 kr er í hlaupið, óháð vegalengd. Hlauparar fæddir 2007 og síðar (15 ára og yngri) fá frítt í hlaupið.

Veitt eru verðlaun fyrir fyrstu þrjá í karla og þrjár í kvennaflokki í hvorri vegalengd.

Verðlaun í 10 km
1. sæti 100.000 kr
2. sæti 50.000 kr
3. sæti 25.000 kr

Verðlaun í 5 km
1. sæti 50.000 kr
2. sæti 25.000 kr
3. sæti 15.000 kr

Einnig verða veitt útdráttarverðlaun.

Íþróttahúsið verður opið fyrir og eftir hlaup og hægt er að fara í sund þar og er það innifalið í gjaldinu.

Fyrir þá sem koma ofan af landi þá er um að gera að bóka ferðina yfir tímalega: herjolfur.is
Frí rútuferð í boði fyrir þá sem koma með 10:45 ferðinni, frá bryggju upp í íþróttahús.

Allar upplýsingar um mótið eru inn á vefsíðu hlaupsins vestmannaeyjahlaup.is.
Þú getur líka fylgst með á facebook. Allur ágóði af hlaupinu rennur til góðgerðarmála.

Nýjustu fréttir

Elliði maður leiksins og Ísland í undanúrslit
Beðið með eftirvæntingu eftir loðnuráðgjöf
KR-ingur á láni til ÍBV
Elliði Snær skoraði átta mörk í jafntefli Íslands
Fylgi flokkanna í Eyjum
Komu inn vegna veðurs
Afslættir hverfa með bættu raforkuöryggi
Jason Stefánsson meðal útskriftarnema FÍV 
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.