Bretinn ungi er hluti af þriggja bíla liði Stobart VK M-Sport ásamt þeim Jari-Matti Latvala og Henning Solberg. Aðeins tveir ökumenn geta unnið inn stig fyrir liðið í keppni framleiðenda.
Á fyrsta ári sínu í WRC í fyrra fékk Wilson aðeins eitt stig og hann fékk skýr fyrirmæli í mótunum að klára frekar en að taka óþarfa áhættur.
“Maður er undir ákveðinni pressu ef maður þarf að skora stig,” segir Wilson. “Núna verð ég undir minni pressu. Pabbi (liðsstjórinn Malcolm Wilson) veit hvað hann syngur. Ef þetta mun hjálpa mér til langs tíma þá er ég sáttur.”
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst