Úganski landsliðsmaðurinn Tonny Mawejje er nú til reynslu hjá suður-afríska liðinu Golden Arrows. Óskar Örn Ólafsson, formaður knattspyrnudeildar, staðfesti þetta í samtali við Eyjafréttir.is. „Hann fór til þeirra 6. janúar og verður til 18. Ein hugmyndin var að Golden Arrows myndi leigja Tonny fram á vor með kauprétti. Ég er búinn að heyra aðeins í þeim og þeim leist mjög vel á leikmanninn eftir fyrstu æfingarnar. En þetta skýrist allt á næstu dögum.“