Með ykkar hjálp
18. janúar, 2007

Ákvörðun mín um að gefa kost á mér í fyrsta sæti á lista Framsóknar byggir m.a. á hvatningu úr Eyjum. �?g tók þeirri áskorun og bið um ykkar stuðning þann 20. janúar til að fylgja hvatningunni eftir. Verkefnin eru mörg framundan og hef ég fullan hug á að vera virkur þátttakandi í að leysa þau með góðu fólki. Samstaða Eyjamanna er rómuð.
Með hana að vopni má ná góðum árangri. Vænt þætti mér um að njóta ögn af henni til að fá frekari tækifæri fyrir hin brýnu verkefni Eyjanna. �?ví bið ég um ykkar stuðning í prófkjörinu þann 20. janúar. Látum verkin tala.

Kveðja, Hjálmar Árnason,
alþingismaður.


Skoða blaðið á netinu
Forsida 12 Tbl 2024
12. tbl. 2024
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst