Meistaramóti Golfklúbbs Vestmannaeyja lauk í gær
12. júlí, 2015
Meistaramóti Golfklúbbs Vestmannaeyja lauk í gær en keppt var í sjö flokkum á mótinu. �?rlygur Helgi Grímsson var í sérflokki í meistaraflokknum en hann sigraði mótið með 11 högga mun. Sama má segja um kvennaflokkinn en Katrín Harðardóttir vann hann með 13 högga mun. Í fyrsta flokki vann Brynjar Smári UnnarssonÍ öðrum flokki vann Nökkvi Snær �?ðinsson. Í þriðja flokki sigraði Sigurjón Birgisson. Í �?ldungaflokki (55-69 ára) sigraði Sigurjón Pálsson en í hinum öldungaflokknum (70ára+) sigraði Sigurður Guðmundsson.
Eyjafréttir óska öllum sigurvegurum innilega til hamingju með árangurinn
Nánar verður fjallað um Meistaramót GV í næsta tölublaði Eyjafrétta.
Skoða blaðið á netinu
Forsida 12 Tbl 2024
12. tbl. 2024
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst