„Menn vilja spara þorskinn”
hift_bergur_DSC_2920
Um borð í Bergey VE. Eyjafréttir/Eyjar.net: Óskar P. Friðriksson

Ísfisktogarinn Bergur VE landaði fullfermi í Vestmannaeyjum á laugardaginn og systurskipið Vestmannaey VE landaði þar einnig fullfermi í fyrradag. Bæði skip lögðu áherslu á ýsuveiði, segir í frétt á vef Síldarvinnslunnar. Jón Valgeirsson, skipstjóri á Bergi, lét vel af túrnum. „Við tókum aflann á Víkinni og þetta var mest ýsa en töluvert af þorski með. Við fylltum skipið á rétt rúmum sólarhring. Að löndun lokinni var strax haldið á Höfðann og þar erum við að reyna við ýsu,” sagði Jón.

Birgir Þór Sverrisson, skipstjóri á Vestmannaey, lét einnig vel af veiðinni. „Við byrjuðum á Víkinni en síðan var haldið á Síðugrunn og Öræfagrunn. Loks var endað á Ingólfshöfða í fínustu veiði. Þetta var góður túr í góðu veðri en þó fengum við kaldaskít undir lokin. Við reyndum að blanda aflann vel og það var mest af ýsu í honum. Menn vilja spara þorskinn. Haldið verður til veiða á ný á fimmtudaginn,” sagði Birgir Þór.

Nýjustu fréttir

Elliði Snær skoraði átta mörk í jafntefli Íslands
Fylgi flokkanna í Eyjum
Komu inn vegna veðurs
Afslættir hverfa með bættu raforkuöryggi
Jason Stefánsson meðal útskriftarnema FÍV 
Foreign Monkeys gefa út þriðju breiðskífu sína – „III“
Úttekt á fasteignagjöldum ársins
Mikil gróska í fimleikastarfi og mót framundan
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.