Mest vatnsskemmdir eftir bruna
11. október, 2007

Slökkvilið Vestmannaeyja var kallað út klukkan 4:13 í nótt þar sem kviknað hafði í einbýlishúsi að Sóleyjargötu 12. Samkvæmt upplýsingum sem fengust hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum kviknaði í út frá kerti sem staðið hafði á arinhillu. Út frá kertinu kviknaði í veggskrauti sem féll svo á gólfið sem aftur kveikti í parketi sem á gólfinu var. Undir parketinu var hitalögn úr plasti sem fór í sundur og urðu miklar vatnsskemmdir í kjölfarið.

Skoða blaðið á netinu
Forsida 12 Tbl 2024
12. tbl. 2024
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst