Stjórn og trúnaðarráð Drífanda stéttarfélags lýsir miklum áhyggjum yfir þeim hraða og þeirri pressu sem sett er á breytingar á lögum um fiskveiðistjórnunarkerfið. Nauðsynlegt er að meta afleiðingar þessara breytinga á einstök byggðalög og íbúa þeirra áður en lengra er haldið. Ekki hefur verið á nokkurn hátt sýnt fram á samfélagslegan ávinning af þessum breytingum af hálfu ríkisstjórnarinnar.