Metþátttaka í skemmtilegri kvöldgöngu
14. júní, 2007

Um 200 manns mættu á Álfaskeið og hlýddu á söng Karlakórs Hreppamanna, frásagnir af konungskomunni 1907 og samkomum á Álfaskeiði. Drukkin var mjólk frá Birtingarholti, líkt og fyrir 100 árum og einnig var boðið upp á sódavatn.
Um 160 skrifuðu í gestabókina á fjallinu en ekki munu alveg allir hafa skrifað vegna langrar biðraðar við bókina. Á Kistu, hæsta toppi fjallsins, var greint frá nöfnum fjalla á sjóndeildarhringnum.

Jóhannes Sigmundsson í Syðra-Langholti var göngustjóri og hann setti saman nokkrar vísur sem eru komnar í gestabókina:
Vísurnar hljóða svo:

Á Langholtsfjall er létt að ganga,
lofa margir það.
Er blómin smá í brekkum anga
bý ég mig af stað.

Er af Kistu ægifögur
útsýn vítt um sveit.
Landið geymir gamlar sögur
og gömul fyrirheit.

�?essi fagri fjallahringur
fangar huga minn.
Hér er, ungi Íslendingur,
arfur minn og þinn.

�?að var sérstaklega gaman að tengja menningu og sögu við þessa göngu sem lýst er hér að ofan. �?etta var einnig gert þegar gengið var á �?órólfsfell á dögunum, en þá var farið á Kaffi Langbrók að Kirkjulæk í Fljótshlíð. �?ar sýndi Jón �?lafsson, göngufólki nýja og mjög merkilega byggingu sem hann er að leggja lokahönd á, sem hann nefnir Meyjarhofið, móðir jörð. Sjón er sögu ríkari og eru Sunnlendingar hvattir til að koma þar við, t.d. eftir göngu á umrætt fell.

HSK hvetur fólk til að ganga á fjöllin tvö sem HSK tilefndi í ár og skrifa nafn og heimilsfang í gestabækurnar, en í haust munu heppnir göngugarpar fá óvæntan glaðning frá HSK og UMFÍ. Nánar um gönguverkefnið

Skoða blaðið á netinu
Forsida 12 Tbl 2024
12. tbl. 2024
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst