Álag á stjórnstöð Landhelgisgæslunnar hefur aukist síðustu daga og fjölmargar tilkynningar borist um veikindi sjófarenda. Þetta kemur fram frétt á vef Gæslunnar.
Varðstjórar hafa því verið milliliðir við hafnir, sóttvarnalækni, lögreglu og heilbrigðisyfirvöld á hverjum stað og leiðbeint áhöfnum báta og skipa vegna slíkra mála. Landhelgisgæslan verður vör við að áhafnir gæti fyllstu varúðar og séu varar um sig ef vart verður við veikindi um borð í skipum. Það er afar jákvætt að skipverjar séu á varðbergi ef grunur er um smit um borð.
Varðstjórar stjórnstöðvar hafa staðið frammi fyrir ýmsum nýjum áskorunum sem krefjast aukins samstarf við fjölmarga aðila og hefur samstarfið verið til fyrirmyndar.
Vaktafyrirkomulagi varðstjóranna hefur verið breytt og þeir lagt töluvert á sig svo tryggja megi að starfsemi stjórnstöðvarinnar haldist órofin.
Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar náði í sýni til Vestmannaeyja um síðustu helgi og áhafnir loftfara Landhelgisgæslunnar eru til taks ef flytja þarf COVID-19 smitaða á sjúkrahús í Reykjavík.





















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.