Mikið um að vera í Höllinni og á Háaloftinu um helgina
12. september, 2014
Hunang í Höllinni á laugardagskvöld.
�?að er svo sannarlega að færast aukið líf í Höllina okkar þessa dagana, eftir gott sumarfrí. Fyrsti dansleikurinn síðan í byrjun sumars er á laugardagskvöldið og þá koma í heimsókn strákarnir í hljómsveitinni Hunang, með Kalla �?rvars úr Stuðkompaníinu í broddi fylkingar. �?etta eru algjörir stuðpinnar og hafa svo gaman af því að skemmta fólki að það er nánast lögreglumál. Húsið opnar á miðnætti. Frést hefur að stórir árgangshópar séu að hittast um helgina og er þeim boðinn sérstakur hópafsláttur í Höllina. �?eir sem hafa áhuga á að nýta sér það er bent á að hafa samband við Dadda í síma 896-6818 eða með skilaboðum á Facebook.
Enski boltinn rúllar af stað á Háaloftinu .
�?egar hausta tekur fer fiðringur um margan manninn og jafnvel konuna. Ástæðan, jú, enski boltinn byrjar að rúlla. Nú eftir landsleikjahlé er rétt að setja alvöru kraft í verkefnið og því mun Háaloftið sýna fjóra leiki um helgina. Við byrjum á stórleik Arsenal og meistara Manchester City, kl. 11.45 á morgun laugardag, húsið opnar kl. 11.30. �?á sýnum við leik toppliðanna Chelsea og Swansea kl. 14.00, þar sem Gylfi Sigurðsson fer vonandi á kostum og endum daginn á leik Liverpool og Aston Villa, kl. 16.30. Á sunnudag sýnum við svo leik Manchester United og QPR, kl. 15.00. Húsið opnar kl. 14.45.
Við ætlum að vera með kaldan á krana á aðeins 600,- kr. í vetur og koma þannig til móts við okkar dyggustu viðskiptavini í boltanum.
Svo er um að gera að fylgjast með bæði Höllinni og Háaloftinu á Facebook og endilega að vera dugleg að koma með tillögur og athugasemdir um allt sem við getum gert betur. Hlökkum til samstarfsins við Eyjamenn í vetur.
Eyjakveðja
Starfsfólk Hallarinnar og Háaloftsins
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst