�?að er gaman að segja frá því að nú innan við ári seinna hefur verulegur árangur þegar náðst vegna þeirra aðgerða sem til hefur verið gripið hvað fjármál og eignarstýringu félagslega húsnæðiskerfisins varðar. Nú þegar vinnu vegna ársreikninga 2006 er að ljúka bendir flest til þess að hallinn af félagslega húsnæðiskerfinu árið 2006 hafi verið 64,1 m. kr. (í stað 104 milljóna halla 2005). �?ar af eru verðbætur langtímalána 56 m. kr. og afskriftir 8,6 m. kr.
Eins og tölurnar hér að ofan gefa til kynna, þá er staða okkar enn gríðarlega erfið í þessum málaflokki þótt sannarlega hafi þær aðgerðir sem gripið var til um mitt síðasta ár bætt stöðuna verulega. Sú leið sem farin hefur verið frá því að samningurinn var undirritaður er að selja þessar eignir og greiða upp þau miklu lán sem eru áhvílandi. �?annig hafa 21 íbúð verið seld og lán upp á 133.795.005 kr. verði greidd upp. Framlag varasjóðs íbúðarlánasjóðs hefur verið 72.163.29.
Kostnaðurinn við rekstur og eignarhald á íbúðum þessum hefur verið þungur og tekjur ekki nema að litlum hluta dekkað þennan kostnað. �?annig voru leigutekjur seinustu tveggja ára fyrir þessar 21 íbúð 11.937.683 en beinn kostnaður og afborganir lána námu 19.353.199 og rekstrarkostnaður því 7.415.516. �?á á enn eftir að taka inn í þetta vinnulaun starfsmanna sveitarfélagsins hér að lútandi, eftirlit með fasteignum og margt fleira.
Vilji Vestmannaeyjabæjar er að halda áfram í þessa átt og stefna að því að innan tveggja ára standi leigutekjur félagslegra íbúða í eigu Vestmannaeyjabæjar undir rekstri þeirra og reiknuðum liðum.
Tekið af bloggsíðu Elliða á www.ellidiv.blog.is
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst