Hvað er heilsu Eyjan með í boði? Nudd, heilun, reiki, sogæðameðferð, námskeið og 100 % náttúrulega snyrtvörur.
Eru einhverjar nýjungar í boði?
Nýjungar sem Heilsu Eyjan er með er olían Sóley sem hefur verið þróuð fyrir Sóley �?lafsdóttur. �?að tók 6 mánuði með tilraunir þangað til olían var það áhrifamikil fyrir fólk með sogæða vandamál. Nafnið var valið til heiðurs Sóleyju en því miður við fáum ekki að halda nafninu á olíunni því það er fyrirtæki til sem heitir Sóley. Fórum við þá af stað með facebook leik þar sem viðskiptavinir okkar hafa tækifæri til að hjálpa okkur til að finna nýtt nafn. Glæsilegur vinningur verður í verðlaun fyrir rétta nafnið.
Með hverju mælir þú fyrir fólk með mikla vöðvabólgu?
Daglegum teyjuæfingum, helst þrisvar sinnum á dag. Nuddolían okkar sem tekur verk og er bólgueyðandi.
Nokkur orð um Jackie Cardoso: Brasilísk af andianaættum, flutti til Íslands 1991. 1995 byrjaði Jackie að mennta sig í náttúrulegum meðferðum, lærði nudd, heilun, reiki og tók 2 ár í ilmkjarnafræði. Árið 2002 byrjaði hún að framleiða náttúrulegar snyrtivörur undir nafninu YNDISSEYÐUR í bílskúrnum hjá sér og svo í 280 fm húsnæði í Kópavogi. Eftir erfiðan tíma í kreppunni þurfti Jackie að loka fyrirtæki sínu 2010 en draumurinn dó aldrei. Flutti til Eyja 2013 og byrjaði hægt og rólega að framleiða með þeirri hugsun að geta boðið viðskiptavinum upp á góða olíu. En eftirspurnin jókst og er nú byrjað að framleiða í meira magni. Nóg fyrir undibúning til að stofna Heilsu Eyju í Portúgal.
Olíurnar eru einnig til sölu í Eyjavík.
Orð Sóleyjar:
Eftir að ég byrjaði að nota olíuna Sóley hefur mér liðið mikið betur í fótunum, húðin er mýkri og sléttari. Einnig finn ég fyrir minni þreytu eftir að ég fór að nota olíuna. �?að var haft orð á því frá öðrum hve mikill munur var á húð minni. Til vitnis um það hversu góð olían er fyrir mig, voru orð hjúkrunarfólks hér í Eyjum, að ég ætti eingöngu að nota þessa olíu á fætur mínar. Með bestu kveðju, Sóley �?lafsdóttir.