Fyrsti sólarhringur þjóðhátíðar Vestmannaeyja gekk í flesta staði mjög vel í gær. Þjóðhátíðin var sett við hátíðlega athöfn um miðjan dag í blíðskaparveðri. Almennt er talið að sjaldan hafi jafn margir verið við setningu þjóðhátíðarinnar og í ár og fjölmargir mættu prúðbúnir í Dalinn. Eftir setningum tók við barnadagskrá og heimamenn héldu veislur í hvítu tjöldunum. Kvölddagskráin hófst svo klukkan 20.30 þar sem hver stórviðburðurðinn rak annann uns kveikt var á brennunni á Fjósakletti á slaginu 00:00.