Mikill fjársjóður
DSC 2729
Bjarni Ólafur - Guðrún Mary - Hákon Tristan - Emil Gauti og Emma. Eyjafréttir/Eyjar.net: Óskar P. Friðriksson

„Við hjónin undirrituðum nýlega samning við Vestmannaeyjabæ um að allt efni Eyjatónleikanna yrði falið Sagnheimum til varðveislu. Síðan var ákveðið að við myndum afhenda það formlega á safnahelginni og halda um leið smá erindi um sögu tónleikanna og veita innsýn í það sem við erum að fela safninu til varðveislu.” segir Bjarni Ólafur Guðmundsson en hann og eiginkona hans Guðrún Mary Ólafsdóttir afhentu Vestmannaeyjabæ í gær allt efnið auk þess sem Bjarni Ólafur sagði sögu tónleikanna í máli og myndum.

„Í vor var ég beðinn um að koma á fund hjá Akóges og fara þar yfir sögu Eyjatónleikanna.  Það tókst með ágætum og góður rómur gerður að þessu og við ákváðum hreinlega að gera þetta með líkum hætti í dag.  Þegar við vorum að undirbúa þann fyrirlestur, áttuðum við okkur á hversu mikið efni við höfum framleitt og hve margar sögur hafa verið sagðar, fyrir utan allar myndirnar sem Óskar Pétur hefur tekið á tónleikunum, en hann hefur komið á alla nema eina og þar að auki hefur Addi í London og fleiri ljósmyndarar tekið myndir á tónleikunum og verið okkur innan handar með myndefni í sögur og myndbönd. Þá má ekki gleyma þætti Hvata, Sæþórs Vídó, Gunna Júl og fleiri, sem hafa unnið þetta verkefni með okkur.” segir hann.

Bjarni Ólafur segir að á þessum þrettán árum sem liðin eru hafi þau útbúið yfir 40 póstkort (myndbönd og sögur) um Eyjarnar og Eyjamenn og þar að auki sagt margar sögur í dagskrám tónleikanna fyrir utan að gefa tónleikana út á DVD og CD (fyrstu árin) og setja þá í streymi hin síðari ár.

„Þetta er mikill fjársjóður og því mikilvægt, eins og Kári [Bjarnason, forstöðumaður Safnahúss] kom inn á í sinni kynningu, að varðveita þetta á safninu. Einnig þótti okkur afar vænt um hlý orð Írisar bæjarstjóra í okkar garð og finna frá henni og öllum öðrum hversu mikilvægt þetta verkefni er og hvað það snertir í raun viðkvæma strengi enn þann dag í dag, þegar við horfum á þetta efni.”

Bjarni Ólafur segir að þau hjón vilji ítreka þakkir þeirra til bæjarins fyrir stuðninginn, en ekki síður fyir viðurkenninguna á verkefninu. „Einnig viljum við þakka fyrirtækjum og einstaklingum stuðninginn í gegnum tíðina, sérstaklega þökkum við Miðstöðinni, Vinnslustöðinni, Kapp, Ölgerðinni, Skipalyftunni, Herjólfi og Vestmannaeyjabæ fyrir veittan stuðning,” segir Bjarni Ólafur og minnir að endingu á að næstu tónleikar verði þann 25.janúar næstkomandi, og er frábær jólagjöf fyrir alla.

DSC 2715
Íris Róbertsdóttir og Bjarni Ólafur Guðmundsson.

 

Tölulegar staðreyndir:

13 tónleikar
Yfir 40 myndbönd
Yfir 180 Eyjamenn komið að verkefninu
44 söngvarar aðrir en Eyjafólk (margir komið oft)
Yfir 130 lög flutt á tónleikunum (samtals fel á fjórða hundraðið, því mörg laganna hafa oft verið flutt)
Aðeins 16 lög flutt sem við kennum ekki við Eyjar
Að meðaltali um 24 lög flutt á hverjum tónleikum
Fernir tónleikar sýndir í sjónvarpi og eru enn sýndir af og til
Tvennir tónleikar gefnir út á DVD og CD
Einir gefnir út á CD
Allir tónleikar teknir upp (hljóðið)
Fleiri tónleikar til í hljóð og mynd sem ekki hafa verið gefnir út.

Nýjustu fréttir

Karlar hvattir til að sýna handverk
Guðbrandur Einarsson segir af sér þingmennsku
Mikill áhugi á Eyjagöngum
Saltfisksala hjá meistaraflokkum ÍBV
ÍBV með mikilvægan sigur á ÍR
Kveikjum neistann: Jákvæðar vísbendingar
Hvattning til Eyjamanna
Heilsuefling starfsfólks fær aukið vægi

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.