“Mig hefur alltaf langað að komast inn á þennan lista og er þetta stórt skref á mínum ferli. �?etta er líka flottur hópur.”
Aðspurð segist hún vitanlega vilja vinna titilinn. “�?að er draumur hvers íþróttamanns og væri voðalega gaman en til þess þyrfti landsliðið eflaust að komast inn á stórmót.” Hún verður þó ekki á staðnum þegar kjörið verður tilkynnt anað kvöld en hún er á leið í frí til Bandaríkjanna.
�?ýska úrvalsdeildin hefst í lok febrúar eftir vetrarhlé og þá verður hún orðin löglegur leikmaður með toppliði Duisburg sem hún hefur æft með síðustu tvo mánuði. Hún hefur þó fengið að spreyta sig í þremur leikjum í bikarkeppninni og staðið sig vel enda er liðið komið í undanúrslit keppninnar.
“�?að er greinilegt að þjálfarinn treystir mér og var gott að fá að spila þessa leiki. �?að hefur verið erfitt að standa á hliðarlínunni til þessa og verður erfitt að komast í byrjunarliðið þar sem liðinu hefur gengið mjög vel.”
“�?að er nokkur getumunur á efstu og neðstu liðum en þó ekki eins mikill og í íslensku deildinni. �?ar geta öll lið stolið stigum af þeim efstu.”
�?ýska landsliðið er það besta í heiminum í dag en Margrét segir að áhugi á þýsku deildinni sé ekki mikill miðað við það.
“Eitt til tvö þúsund áhorfendur koma á leikina sem er ekki mikið miðað við fjölda �?jóðverja. �?ýska knattspyrnusambandið hefur verið að reyna að auka áhugann sem og auka verðlaunaféð. �?að er hneyksli hvernig þeim málum er háttað en það virðist sem enn ríki gamaldags hugsunarháttur í �?ýskalandi. Konurnar þar eiga helst að vera í eldhúsinu,” sagði Margrét Lára. “Ef kvennaboltinn ætti að vera góður einhversstaðar væri það í �?ýskalandi.”
Fréttablaðið greindi frá.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst