Mikill léttir að ákvörðun er komin
21. febrúar, 2007

�?�?etta er í raun allt að gerast þessa dagana. Við vorum með starfshóp starfandi í allt haust sem vann mikla undirbúningsvinnu varðandi hvað hægt væri að gera. �?ar voru ræddir allir þeir möguleikar sem væru í stöðunni og við erum því nokkuð vel undirbúin. Nú er búið að taka ákvörðun um að nýta bæði skólahúsin áfram fyrir aldursskiptan skóla þannig að nú brettum við bara upp ermarnar og byrjum að vinna. Fyrir okkur stjórnendur er það mikill léttir að það sé komin ákvörðun því undir venjulegum kringumstæðum værum við komin langt með að skipuleggja næsta skólaár á þessum árstíma. �?að er því verkefni næstu vikna að skipuleggja starf næsta skólaárs,�? sagði Fanney.

Tíminn ekki of naumur
Búið er að skipa stýrihóp en þar eiga foreldrar, kennarar, skólastjórnendur og Vestmannaeyjabær fulltrúa. Hópnum er ætlað að vinna að framkvæmd ákvörðunarinnar um aldursskiptingu skólans. �?Reyndar er þessi vinna að stærstum hluta unnin af okkur skólastjórnendunum en stýrihópurinn er okkar bakland.�?
Ákvörðun um aldursskiptan skóla, lá hún ekki alltaf í loftinu?
�?�?að má kannski segja það þar sem fram kom í samþykktum bæjarstjórnar í vor að þessi leið yrði farin nema önnur leið fyndist sem hentaði betur. Síðan þá hefur verið farið yfir þessa hluti og niðurstaðan er þessi. Umræðan er hins vegar til góðs því þegar gera á breytingar þá verður að ræða þær frá öllum hliðum svo þær verði heillaskref fyrir alla.�?

Nú á að fara í þessar breytingar strax næsta haust, er tíminn ekkert of knappur fyrir jafn viðamiklar breytingar í skólastarfinu?
�?Nei það tel ég ekki en hins vegar viðurkenni ég það að tíminn mætti ekkert vera mikið styttri. �?ess vegna er ég mjög fegin að búið er að taka ákvörðunina því nú er hver vika mjög dýrmæt til undirbúnings. Tíminn nýtist einnig kennurum og nemendum til að venja sig við tilhugsun um aldursskiptan skóla og vinna í framhaldinu jákvætt úr þessum breytingum.�?

Viðtalið og umfjöllun um aldursskiptan grunnskóla birtist í heild sinni í Fréttum

Skoða blaðið á netinu
Forsida 12 Tbl 2024
12. tbl. 2024
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst