Um síðustu helgi komu nær eitt þúsund fulltrúar þjóðarinnar saman til þess að ræða um undirbúning nýrrar stjórnarskrár. Mjög afdráttarlaus krafa um nýja stjórnarskrá hefur verið ein meginkrafa almennings í landinu frá því að efnahagskreppan hófst. Eins og allir vita verður kosið til stjórnlagaþings innan tíðar þar sem gera á tillögur um nýja stjórnarskrá. Þjóðfundurinn um helgina markaði því ákveðið upphaf í stjórnarskrárvinnunni og var því í raun afar mikilvægur fyrir framtíð þjóðarinnar.