Mikilvægi félagsmiðstöðva
5. maí, 2014
Unglingsárin eru tími mótunar barna yfir í fullorðna einstaklinga. Við sem samfélag viljum að allir fái að þroskast og dafna innan skólans sem utan, innan íþróttahreyfingarinnar, í tónlistarnámi eða öðrum frístundum. �?ar hjálpast allt að og þar kemur þjónusta félagsmiðstöðva sterk inn sem stuðningur við annað sem unglingar leggja stund á. �?að er líka svo að það eru ekki allir sem stunda íþróttir eða annað skipulagt félagsstarf. �?ví er nauðsynlegt að hafa þann möguleika sem félagsmiðstöðvar eru.
Félagsmiðstöðvar eru farnar að skapa sífellt stærri sess í lífum unglinganna okkar. �?ar eiga þau athvarf til að hitta vini sína, bekkjarfélaga og ókunnuga. Unglingurinn fær tækifæri til að vera þar á eigin forsendum. Í félagsmiðstöðvum á sér stað gífurlegt nám. �?etta nám er ekki formlegt nám eins og við þekkjum úr skólakerfinu heldur óformlegt og formlaust reynslunám, nám sem engin getur metið nema einstaklingurinn sjálfur og þeir sem að honum koma. Nám sem ýtir undir mikilvægi þess að einstaklingar finni styrkleika sína í stað þess að rembast við að gera það sama og hinir. Á því sjáum við helst þörfina á fjölbreyttu og uppbyggilegu tómstundastarfi þar sem einstaklingar fá að blómstra á eigin forsendum.
Í Vestmannaeyjum höfum við Rauðagerði, frábæra félagsmiðstöð, þar sem metnaðarfullt starf fer fram. Starfsemin flutti úr félagsheimilinu á Rauðagerði 2007 og hefur vaxið stöðugt síðan. Aðsóknin verður sífellt meiri og því þarf að huga að framtíðinni.
Hingað til hefur vantað fasta stefnu og því hefur ekki verið hægt að gera langtíma áætlanir fyrir húsnæðið og starfið innanhúss. Við hjá Eyjalistanum viljum að búin verði til framtíðarsýn og stefna fyrir félagsmiðstöðina okkar í samstarfi við starfsfólkið þar. Við viljum að félagsmiðstöðin fái afnot af öllu húsnæði Rauðagerðis því þar er oft á tíðum ansi þröngt á þingi. Við þurfum að hlúa betur að starfinu og efla þar með unga fólkið okkar, því góð félagsmiðstöð er flott viðbót við allt það góða starf sem skólarnir og íþróttahreyfingin inna af hendi.
Drífa �?öll Arnardóttir
skipar 10. sæti Eyjalistans
Skoða blaðið á netinu
Forsida 12 Tbl 2024
12. tbl. 2024
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst