Mikilvægt að hvert mál sé unnið á einstaklingsgrundvelli
Reykjavíkurborg - mynd: Pixabay

Fyrir 222. fundi fjölskyldu- og tómstundaráðs, sem haldin var í gær, lágu hin ýmsu mál.

Eitt af þeim var ósk Reykjavíkurborgar um samstarf um greiðslu gistináttagjalds í neyðarathvörfum Reykjavíkurborgar fyrir heimilislausa.
Ráðið sá sér ekki fært að undirrita til lögð samningsdrög en sögðust starfsmenn nefndarinnar þó tilbúin til ráðgjafar og samvinnu í málefnum einstaklinga með lögheimili í Vestmannaeyjum sem til neyðarathvarfanna kunna að leita.

Fjölskyldu- og tómstundaráð fagnar samstarfi við Velferðarsvið Reykjavíkurborgar um málefni heimilislausra og tekur undir það sem kemur fram í 1. gr. samningsdraga, þ.e. að rétt sé að málefni þeirra einstaklinga sem um ræðir séu til virkrar meðferðar hjá viðkomandi lögheimilissveitarfélagi. Fjölskyldu- og tómstundaráð telur hins vegar mikilvægt að hvert mál sé unnið á einstaklingsgrundvelli enda eru aðstæður einstaklinga sem leita til neyðarathvarfanna mjög misjafnar. Eðlilegt er að viðkomandi sé leiðbeint með og þeir aðstoðaðir við að sækja um fjárhagsaðstoð ef þörf er á og því mikilvægt að hvert mál sé unnið í fullri samvinnu Vestmannaeyjabæjar og Reykjavíkurborgar hverju sinni.
Af þeim sökum sér Fjölskyldu- og tómstundaráð Vestmannaeyja sér ekki fært að rita undir umrædd samningsdrög en starfsmenn nefndarinnar eru tilbúnir til ráðgjafar og samvinnu í málefnum einstaklinga með lögheimili í Vestmannaeyjum sem til neyðarathvarfanna kunna að leita,”
segir í fundargerðinni.

Fundargerðina má lesa í held sinni hér.

Nýjustu fréttir

Kallað eftir hugmyndum fyrir Goslokahátíð 2026
Ein ferð í Landeyjahöfn
Heilsurækt við Íþróttamiðstöðina boðin út á ný eftir kærumál
Góður mánudagur sem varð enn betri!
Fimm skip til loðnuleitar
Löndun Breka VE í Grundarfirði – flókið verkefni og fumlaus vinnubrögð
Gong slökun, endurstilling í hraða nútímans
Bæjarráð gagnrýnir samgönguáætlun
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.