Stefán Sigurjónsson sendir mér svar hér á síðunni við grein minni um bankamál, útrás og Icesave nú á dögunum. Mér er bæði skylt og ljúft að svara þeim spurningum sem Stefán beinir til mín. Áður en ég svara spurningum Stefáns neita ég alfarið að Sparisjóður Vestmannaeyja hafi gabbað fé út úr stofnfjáreigendum sínum. Stofnfjáreigendur ákváðu sjálfir á stofnfjáreigendafundi að auka stofnfé sjóðsins með það fyrir augum að efla hann. Síðan gat hver stofnfjáreigandi ákveðið með sjálfum sér hvort hann tæki þátt í stofnfjáraukningunni eður ei. Þetta eru staðreyndir málsins hvort sem okkur líkar það betur eða vel.