Breiðafjarðarferjan Baldur hefur síðustu daga leyst Herjólf af í siglingum milli lands og Eyja. Dæluskipið Skandia hefur á meðan legið óhreyft í höfn, þar sem ekki hefur reynst ástæða til að dýpka Landeyjahöfn meðan á siglingum Baldurs hefur staðið. Baldur er nokkuð minna skip en Herjólfur og ristir ekki jafn djúpt.