Minnisvarði um Ársæl Sveinsson vígður
15. júlí, 2015
Á dögunum var afhjúpaður minnisvarði um athafnamanninn Ársæl Sveinsson og í síðasta tölublaði Eyjafrétta var vegleg umfjöllun um hann sem birtist nú hér á vefnum ásamt myndum sem Addi í London tók.
�?að var vel við hæfi að Vinnslustöðin léti reisa minnisvarða um Ársæl Sveinsson, útvegsbónda frá Fögrubrekku sem var í framvarðasveit útvegsbænda í Vestmannaeyjum á síðustu öld. Var hann mjög umsvifamikill og rak einnig fjölþætta starfsemi í landi auk þess að vera virkur í bæjarpólitíkinni. Viðstaddir voru ættingjar og fulltrúar Vinnslustöðvarinnar sem og Arnar Sigurmundsson, sem rakti sögu Ársæls. Athöfnin hófst með því að afabarn og alnafni höfðingjans frá Fögrubrekku, Ársæll Sveinsson, yngri, ávarpaði viðstadda og þakkaði hann Vinnslustöðinni framtakið. Minnisvarðanum var valinn staður við Strandveginn, vestan og ofan við Slippinn sem var miðpunktur athafnasvæðis Sælanna eins og Ársæll og synir hans voru kallaðir.
Ársæll fæddist í Vestmannaeyjum á gamlársdag 1893, sonur hjónanna Sveins Jónssonar og Guðrúnar Runólfsdóttur á Sveinsstöðum við Njarðarstíg. Ársæll var fjórði í aldursröð fimm systkina. Hann hóf útgerð árið 1912 er hann keypti ásamt tveimum öðrum Eyjamönnum sinn fyrsta bát, 10 tonna mótorbát, en þá var Ársæll 18 ára gamall. Ársæll og félagar skulduðu megnið af kaupverði bátsins og ákváðu því að nefna bátinn Skuld. Var þetta upphafið að langri og gifturíkri útgerðar- og athafnasögu sem stóð hátt í 60 ár. �?etta kom fram hjá Arnari sem rakti sögu Ársæls og útgerðar hans. �??Ársæll varð nokkru síðar formaður á Skuld, síðan á nýju Skuld, þá á Ísleifi VE 63 og loks skipstjóri á Sísí VE. Árið 1934 hætti hann sjómennsku og kom í land til að einbeita sér að rekstri fyrirtækjanna sem hann hafði þá stofnað.
Fyrsti Ísleifurinn
Árið 1927 keypti hann Ísleif, 30 tonna eikarskip frá Ísafirði sem fékk einkennisstafina VE 63. Fyrri eigandi bátsins bað Ársæl um að breyta hvorki nafni bátsins né lit sem var grænn með gulum línum, því nafnið Ísleifur og græni liturinn myndu færa honum gæfu. Árið 1949 kaupir hann ásamt eldri sonum sínum 49 tonna eikarbát sem smíðaður var hér í slippnum 1943 og fékk nafnið Guðrún VE 163. Guðrún VE fórst norður af Eyjum í róðri 23. febrúar 1953 og með henni fimm menn en fjórir skipverjar björguðust í nýju björgunartæki, gúmíbjörgunarbáti, til lands í Landeyjum. Í nóvember 1953 kaupir hann með eldri sonum sínum Ísleif II VE 36, 59 tonna eikarbát sem var smíðaður í Danmörku 1949. Aðfaranótt 14. nóvember 1963 var Ísleifur II á línuveiðum á Eyjabanka og urðu skipverjar á Ísleifi fyrstir vitni að eldumbrotunum sem þá voru að hefjast – Surtseyjargosinu. Í október 1954 kaupir Ársæll 59 tonna eikarbát frá Ísafirði sem hlaut nafnið Ísleifur III. �?á eignast hann Gísla Johnsen VE 100 árið 1957, en það var 28 tonna eikarbátur sem hafði áður verið meðal annars í vöru- og farþegaflutningum milli Eyja og Stokkseyrar, �?? Stokkseyrar- báturinn. Ársæll fylgdist vel með nýjungum í sjávarútvegi og árið 1964 lét hann smíða í Noregi 216 tonna stálskip sem fékk nafnið Ísleifur IV. Ekki var þarna látið staðar numið, því árið 1967 bætist í flotann önnur nýsmíði frá Noregi 243 tonna stálskip sem fékk nafnið Ísleifur VE 63 – sama nafn og númer og fyrsti Ísleifurinn sem kom til Eyja fjörutíu árum fyrr.


Umsvifamikill
Ársæll var jafnframt umsvifamikill á öðrum sviðum. Hóf rekstur Skipasmíðastöðvar Vestmannaeyja árið 1941 og rak hana til ársins 1962 er reksturinn var leigður Skipaviðgerðum sem var um langt árabil þjónustufyrirtæki fyrir bátaflotann. �?á ráku Ársæll og fjölskylda mikla og fjölþætta atvinnustarfsemi í húsunum hér sunnan megin við Strandveginn. Skipa- og byggingarvöruverslun og gler og timbursala og trésmíðaverkstæði. Samhliða útgerðinni var rekin öflug saltfisk- og skreiðarverkun og aðstaða fyrir útgerðina og beitningamenn. �?ar sem við stöndum var húseignin Strandvegur 80 og hér var starfsemi Skipasmíðastöðvar Vestmannaeyja á jarðhæð, mötuneyti og skrifstofur fyrirtækja Ársæls og fjölskyldu á efri hæðum auk þess sem hluti húsnæðis var leigður fyrir skrifstofur. Hér fyrir austan var spilhúsið og vesturslippurinn með sínum upptökumannvirkjum og görðum hér fyrir norðan okkur. Mörg fiskiskip voru smíðuð í slippnum einkum 1940-1950 �?á er rétt að geta þess að Ársæll var um árabil með nokkurn búskap og var með kýr og kindur. Einnig er gaman að minnast þess að fyrsta skrifstofa Vinnslustöðvarinnar var til húsa hér að Strandvegi 80 þar sem við stöndum í dag, en húsið var rifið fyrir nokkrum árum og nú er er hluti þessa svæðis nýttur undir athafnasvæði fiskmjölsverksmiðju VSV.
Í bæjarstjórn í 24 ár
Ársæll tók jafnframt virkan þátt í stjórnmálum, sat í bæjarstjórn Vestmannaeyja fyrir Sjálfstæðisflokkinn frá árinu 1938 til ársins 1962 eða í 24 ár. Hann sat í þrjá áratugi í hafnarnefnd og og hafði þar forystu í mörgum framfaramálum sem við búum að í dag. �?á sat hann í stjórnum margra fyrirtækja hér í Eyjum t.d. Lifrarsamlags Vestmannaeyja og Ísfélags Vestmannaeyja. �?á var hann einn af stofnendum Vinnslustöðvar Vestmannaeyja 1946 og sat í stjórn VSV um tíma.. Ársæll var kjörinn heiðursborgari Vestmannaeyja árið 1963 á 70 ára afmæli sínu. Ársæll kvæntist árið 1913 Laufeyju Sigurðardóttur (1895-1962) ættaðri úr Njarðvíkum, en þau höfðu kynnst er hún starfaði á Franska spítalanum við Kirkjuveg hér í Eyjum. �?au byggðu sér hús 1914 sem þau nefndu Fögrubrekku, en þetta myndarlega og reisulega hús stendur við Vestmannabraut 68.
Eignuðust níu börn
Laufey og Ársæll eignuðust 9 börn , en tvö þeirra létust í bernsku, þau sjö sem upp komust urðu kunnir borgarar hér í Eyjum og komu að rekstri föður síns með einum og öðrum hætti. Laufey lést árið 1962 á 67. aldursári og Ársæll lést árið 1969 75 ára að aldri. Ársæll og allt hans fólk voru miklir �?órarar, komu um langt skeið að starfi íþróttafélagsins og tóku virkan þátt í íþróttum undir merki �?órs. �?ll velgengni í lífi og starfi byggir á mörgun ólíkum hlutum. �?að var gæfa Ársæls Sveinssonar að baki honum stóð eiginkonan Laufey og stór og samhent fjölskylda. Hjá fjölskyldufyrirtækinu starfaði mikið af dugnaðarfólki á sjó og landi úr Eyjum og einnig víða af landinu og kom til Eyja á vetrarvertíðum. �?að er einkar ánægjulegt og verðskuldað að í dag skuli vera afhjúpaður minnisvarði um athafnamanninn Ársæl Sveinsson frá Fögrubrekku og hið öfluga fjölskyldufyrirtæki sem hann var í forystu fyrir í tæpa sex áratugi,�?? sagði Arnar í greinargóðri frásögn af ævi og starfi Ársæls Sveinssonar, eins af mestu athafnamönnum Vestmannaeyja frá upphafi. Í október 1954 kaupir Ársæll tonna eikarbát frá Ísafirði sem hlaut
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst