Mixar síldarsalöt fyrir síldarkvöld
9. desember, 2019

Nú á föstudaginn er Aðventusíld ÍBV. Um er að ræða glæsilegt síldarhlaðborð en kokkur kvöldsins er Daníel Geir Moritz, formaður knattspyrnuráðs ÍBV karla.
„Ég er alinn upp í Neskaupstað, sennilega mesta síldarbæ landsins. Pabbi er mikill matgæðingur og var það mikill skóli að fylgjast með honum í eldhúsinu. Mamma gerir mjög fínan mat en stenst pabba ekki snúning. Í nokkur ár var ég með aðventusíld fyrir vini og saknaði ég þeirrar hefðar. Ég sá mér því leik á borði að gera þetta undir merkjum ÍBV,“ segir Daníel. En hvað verður í boði á síldarhlaðborðinu? „Við fengum Vinnslustöðina og Ísfélagið með okkur í þetta og verður boðið upp á jólasíld frá þeim. Þá verður boðið upp á dýrindis rúgbrauð frá Eyjabakarí. Þess utan ætla ég að mixa fimm síldarsalöt, hefðbundin og óhefðbundin, til dæmis karrýsíld og chilli- hvítlaukssíld. Eitt salatið mun þó vekja mesta athygli en ég vil ekki gefa strax upp hvað verður í því.“

Hægt er að kaupa mið í Týsheimilinu eða panta á knattspyrna@ibv.is. Hlaðborðið verður frá 18:00 – 22:00 á föstudaginn í Kiwanis og verður opinn bar. Nánar um viðburðinn hér: https://www.facebook.com/events/575214416642796/

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
4. tbl. 2025
4. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.
Mest lesið
viðburðir
Ársþing ÍBV
13. maí 2025
20:00
Ársþing ÍBV
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst