Mjög góð kjörsókn í Eyjum
1. júní, 2024
DSC_3434
Það var nóg að gera í kjördeildunum í Eyjum í dag. Eyjar.net/Óskar Pétur Friðriksson

Kjörsókn í Eyjum hefur verið mjög góð það sem af er degi. Klukkan 19.00 höfðu 1781 kosið á kjörfundi. Er það 57,6% kjörsókn. Sé það borið saman við kjörsóknina á sama tíma fyrir fjórum árum sést að 16,4% fleiri hafi kosið í dag.

Ef kjörsóknin er borin saman við síðustu bæjarstjórnarkosningar, sem voru árið 2022 sést að litlu munar á kjörsókn, eða 0,6% sem hún er yfir í dag miðað við sama tíma fyrir tveimur árum.

Þá má geta þess að framkomin utankjörfundaratkvæði eru 514, en þau verða ekki talin með í kjörsókn fyrr en í lokatölum. Til samanburðar voru utankjörfundaratkvæði árið 2020, 574 talsins. Búist er við fyrstu tölum úr Suðurkjördæmi laust fyrir klukkan 23 í kvöld.

Ljósmyndari Eyjar.net leit við á kjörstað í Barnaskólanum í dag. Þess má geta að kjörfundur stendur yfir til klukkan 22.00 í kvöld.

https://eyjar.net/meiri-kjorsokn-en-fyrir-fjorum-arum/

Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst