Mjög góð viðbrögð við bakvarðarsveitinni
7. apríl, 2020
Sólrún Gunnarsdóttir

Hjúkrunar- og dvalarheimilið Hraunbúðir auglýsti síðasta föstudag að vilji væri til að koma á fót sinni eigin bakvarðarsveit í Vestmannaeyjum vegna Covid-19, færi svo að brottfall yrði mikið í hópi starfsmanna. „Við höfum fengið mjög góð viðbrögð við bakvarðarsveitinni og erum komin með á annan tug einstaklinga sem hafa skráð sig og enn er að bætast við.  Helst að okkur vanti inn hjúkrunarfræðinga. Við vonumst þó auðvitað til þess að lenda ekki í þeirri stöðu að þurfa að kalla til fólk en viljum vera við öllu undirbúin, sagði Sólrún Gunnarsdóttir deildarstjóri í öldrunarmálum í samtali við Eyjafréttir.“

Sólrún segist hrærð yfir þessum viðbrögðum og gott að finna að hugur bæjarbúa sé hjá þeim á Hraunbúðum. „Við finnum fyrir miklum meðbyr sem skiptir ótrúlega miklu máli.“

Heimsóknarbannið tekur á
„Það skal sagt að heimsóknarbannið tekur alveg á, eðlilega. Starfsfólkið leggur sig þó fram um að gera sitt allra besta til að sinna líka félagslegum þörfum heimilismanna en auðvitað kemur ekkert í staðinn fyrir nánustu aðstandendur. Það hafa þó verið fundnar aðrar leiðir til að vera í samskiptum s.s í gegnum myndsamtöl, bréfaskrif og gluggasamtöl,“ segir Sólrún og tekur fram að aðstandendur hafi sýnt þessu mikinn skilning og eiga þakkir skildar fyrir það. „Þetta heimsóknarbann var sett á með heildarhagsmuni heimilismanna í huga til að lágmarka líkur á að smit berist inn á heimilið.  Við tökum þó einn dag í einu, allir eru að vanda sig og fylgja verkferlum og fyrir það á starfsfólkið líka hrós skilið.“

Eldra fólk ber sig almennt vel
Starfsmenn öldrunarþjónustu og félagsþjónustunnar eru að hringja út í eldri borgara þessa dagana og taka stöðuna og reiknar Sólrún með því að þau nái að setja sig í samband við um helming íbúa í aldurshópnum 67 ára og eldri.  „Fólk ber sig almennt vel þrátt fyrir þá erfiðu stöðu sem uppi er í samfélaginu og margir hafa einhvern í kringum sig sem getur aðstoðað og veitt stuðning ef þörf er á.  Ef ekki, eru úrræðin til staðar bæði hjá Vestmannaeyjabæ, Rauða krossinum og þeim fjöldamörgu fyrirtækjum í bænum sem bjóða upp á heimsendingar og hafa sýnt frábært frumkvæði í að breyta fyrirkomulaginu og koma til móts við eldri borgara og aðra bæjarbúa í þessum aðstæðum.“

Öll él stytta upp um síðir
Sólrún segir marga af þeim eldri borgurum sem rætt hefur verið við séu í sjálfskipaðri sóttkví. „Annars held ég bara að allir bíði spenntir eftir sumar og sól og betri tíð, en eins og við vitum stytta öll él upp um síðir,“ sagði Sólrún að lokum.

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
8. tbl. 2025
8. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.