Móta tillögur um breytingar á fasteignaskatt örorku- og ellilífeyrisþega
18. október, 2018

Á fundi Bæjarráðs Vestmannaeyja í gær var umræða um niðurfellingu fasteignaskatts til örorku- og ellilífeyrisþega tekin, en eins og Eyjafréttir greindu frá þá gagnrýndi samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið bæjarstjórn Vestmannaeyja harðlega fyrir að fella niður fasteignaskatt eldri borgara í bænum ár eftir ár vitandi að það væri ólögmætt. Ekki var bæjarráð sammál um hvaða leið skuli fara í málinu.

Eins og fram hefur komið í bréfaskiptum samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins og Vestmannaeyjabæjar, nú síðast í áliti ráðuneytisins sem barst Vestmannaeyjabæ þann 15. október sl., hafa bæjaryfirvöld, að mati ráðuneytisins allt frá árinu 2012, tekið tvær samhliða en ósamrýmanlegar ákvarðanir um afslátt og niðurfellingu fasteignaskatts. Annars vegar samþykkt reglur um lækkun eða niðurfellingu fasteignaskatts sem tekjulitlum elli- og örorkulífeyrisþegum er gert að greiða sem samræmst hafa 5. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga. Hins vegar almenna niðurfellingu fasteignaskatts á íbúðarhúsnæði í eigu íbúa sveitarfélagsins 70 ára og eldri sem ekki rúmast innan lagaheimildanna. Þetta hafi verið gert þrátt fyrir að ólögmæti þess hafi mátt vera bæjaryfirvöldum ljóst frá árinu 2012.

Ráðuneytið hefur því beint til bæjarstjórnar að hún tryggi að framkvæmd á þessu sviði verði framvegis í fullu samræmi við ákvæði laga um tekjustofna sveitarfélaga og annarra laga og óskar eftir því að upplýst verði eigi síðar en 1. desember nk., um hvernig bæjarstjórn hyggist haga þessum málum á árinu 2019. Í fyrri bréfaskiptum við ráðuneytið hafði Vestmannaeyjabær upplýst um að ákvarðanir um afslátt af fasteignaskatti til handa ellilífeyrisþegum hafi verið teknar af bæjarstjórnum á hverjum tíma og rakið hvenær umræddar ákvarðanir voru teknar. Auk þess hafði ráðuneytið verið upplýst um að það sé fullur vilji bæjaryfirvalda að létta undir með ellilífeyrisþegum við að búa sem lengst í eigin húsnæði, en reglum varðandi afslátt af fasteignagjöldum verði breytt og þær verði innan heimilda laga um tekjustofna sveitarfélaga.

Móta tillögur um breytingar
Í bókun segir að Framkvæmdastjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs verði falið að móta tillögur um breytingu á umræddum reglum þannig að þær komi til móts við örorku- og ellilífeyrisþega eins og unnt er (m.a. í gegnum viðmiðunartekjur) innan þeirra heimilda sem kveðið er á um í lögum um tekjustofna sveitarfélaga (m.a. að slíkur afsláttur nái til 67 ára og eldri, en ekki eingöngu 70 ára og eldri). Þetta var samþykkkt með tveimur atkvæðum E- og H-lista.

Eðlilegt að ræða þessa stefnubreytingu
Fulltrúi D-lista lagði fram eftirfarandir bókun: Svarbréf núverandi bæjarstjórnar var aldrei borið formlega undir bæjarfulltrúa, sem verður að teljast í besta falli sérstakt. Í þessu svarbréfi sem birtist að hluta til í fjölmiðlum virðist vera um algjöra stefnubreytingu að ræða. Eðlilegt hefði verið að ræða þessa stefnubreytingu formlega í bæjarráði og bæjarstjórn. Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa frá upphafi lagt áherslu á að verja rétt eldri borgara hvað þetta mál varðar. Með ákvörðun um niðurfellingu á beinum sköttum á fasteignir þeirra er í senn verið að draga úr þörfinni á dýrari úrræðum svo sem hjúkrunarrými, virða valfrelsi eldriborgara hvað búsetu varðar og virða þau sjálfsögðu mannréttindi eldriborgara að ráða sem mest sjálf sínum næturstað.
Ljóst hefur verið frá upphafi að ákveðnir stjórnmálamenn á vinstri væng stjórnmála hafa séð ofsjónum yfir því að niðurfelling eignarskatts á eldri borgara í Vestmannaeyjum hafi ekki verið tekjutengd. Á sama hátt hafa embættismenn reynt að draga í efa réttmæti þessarar ákvörðunar. Bæjaryfirvöld hafa hingað til varið þennan rétt af mikilli einurð og ítrekað skilað inn áliti með tilvísan í lagalegan grundvöll þessarar ákvörðunar. Þannig hefur verið varin sú prinsip afstaða að tekjutengja ekki afsláttinn heldur líta á hann sem rétt allra eldri borgara.  Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins hvetur því bæjarstjóra og hennar félaga í H-listanum til að taka upp eindregna baráttu fyrir hagsmunum Vestmannaeyja áður en í óefni verður komið. Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins hvetur sérstaklega fulltrúa E-lista til að verja áfram þá góðu ákvörðun sem þeirra samflokks fólk hefur tekið þátt í frá upphafi um hreina og klára niðurfellingu á fasteignasköttum á eldriborgara, án tekjutengingar.

Vilja tryggja áfram niðurfellingu fasteignagjalda
Bæjarráð felur bæjarstjóra að tryggja áfram að fasteignagjöld verði felld niður á alla eldri borgara 70 ára og eldri, án tekjutengingar, líkt og bæjarstjórn D lista og E lista gerði áður en H-listinn komst til valda.
Trausti Hjaltason (sign)

Lýstu yfir furðu sinni að vilji sé til þess að brjóta lög
Bæjarfulltrúar E- og H- lista lýstu furðu sinni á því að bæjarfulltrúi D- lista vilji halda áfram að brjóta lög þegar aðrar leiðir að sama marki eru færar. Einnig sætir furðu að fulltrúi D-lista vilji ekki að allir eldriborgarar frá 67 ára geti möglega notið ákveðinnar niðurfellingar fasteingaskatts.  Bæjarfulltrúar E- og H-lista árétta að þeir hafa fullan hug á að létta undir með eldri borgurum þannig að þeir geti búið sem lengst í eigin húsnæði. Reglur um afslátt og niðurfellingu á fasteignaskatti verða þó að vera í samræmi við lög þar að lútandi. Frá árinu 2012 hefur Vestmannaeyjabær tekið tvær samhliða en ósamrýmanlegar ákvarðanir um afslátt og niðurfellingu fasteignaskatts. Fram kemur í áliti samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins að það sé verulega ámælisvert að bæjarvöld hefðu tekið ákvörðun um almenna niðurfellingu á fasteignaskatti fyrir 70 ára og eldri, þrátt fyrir vitneskju um að slíkt rúmaðist ekki innan lagaheimilda. Slíkar ákvarðanir væru ógildanlegar og því kom það til skoðunar hjá ráðuneytinu að fella þær úr gildi með afturvirkum hætti þannig að Vestmannaeyjabær hefði þurft að beita endurálagningu á þá eldri borgara sem hefðu notið þessara niðurfellingar í góðri trú um margra ára skeið. Ráðuneytið féll frá því vegna þess hversu íþyngjandi það hefði orði fyrir þá sem höfðu fengið niðurfellinguna. Einnig ber að hafa í huga að hingað til hafa einungis 70 ára og eldri notið niðurfellingar skattsins en ekki fólk frá 67 til 70 ára aldurs, og ekki öryrkjar.

Fulltrúi D-lista sagði að aldurshópurinn 67 til 69 ára nýtur eðli málsins samkvæmt góðs af þeirri ákvörðun að tekjutengja fasteignaskatt eldri borgara og öryrkja.

 

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
4. tbl. 2025
4. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst