Vegna umræðu um mótmælafundi víðsvegar um landið í dag, er rétt að ítreka það að mótmælafundur í Vestmannaeyjum verður á morgun, föstudag klukkan 16:30. Fundurinn hefst á Stakkó en mótmæla á aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar og tillöbum um niðurskurð ríkisins á fjárframlögum til rekstrar Heilbrigðisstofnunar Vestmannaeyja.