Músíktilraunir í gang en Eyjafólk fjarri góðu gamni
25. mars, 2015
�??Músíktilraunir eru í gangi þessa dagana og eru þar margar flottar hljómsveitir héðan og þaðan af landinu sem taka þátt. Engin er þó úr Eyjum, þetta þykir mjög miður,�?? segir Sæþór Vídó á Facebook síðu sinni í dag og láta viðbrögðin ekki á sér standa.
�??�?g held að þetta sé eitthvað sem verði að gera eitthvað í. Tónlistarhefðin er svo rík í Vestmannaeyjum og eitthvað sem við verðum að virkja. Koma upp aðstöðu, aðstoð og einhverskonar hvatningarkerfi fyrir þá sem vilja feta á þá braut.
�?g velti því fyrir mér hversu margar hljómsveitir, ef einhverjar leynast í bílskúrum Vestmannaeyja. Endilega kommentið hér að neðan ef þið vitið af einhverjum,�?? segir Sæþór.
Meðal þeirra sem hafa tekið undir með Sæþóri er Birgir Nielsen, trommari með meiru sem segir: �??Heyr heyr Sæþór, oft er þörf en nú er nauðsyn. �?að er mjög mikið að efnilegu tónlistarfólki sem við erum að skóla upp í tónó og þau þurfa að taka hlutina á næsta level. Gott dæmi eru t.d. Molarnir, þeir eiga vonandi eftir að stíga á stokk á MT. Við þurfum aðstöðu snarlega. Rauðagerði Frístundahús væri málið.�??
Skoða blaðið á netinu
Forsida 12 Tbl 2024
12. tbl. 2024
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst