Sorpi er brennt í Vestmannaeyjum, sem kunnugt er. Hitinn sem fæst úr sorpbrennslunni er notaður til húsahitunar. Ólafur Snorrason framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs Vestmannaeyjabæjar var með erindi á fundi í Kiwanisklúbbnum Helgafelli í síðustu viku. Þar kom m.a. fram hjá honum að HS orka kaupir þann hita sem myndast við sorpbrennsluna í Eyjum á 7 milljónir króna á ársgrundvelli, og notar til upphitunar húsa.