Þegar Steingrímur Benediktsson, gullsmiður, og Jóhanna Magnúsdóttir, kona hans, heimsóttu dótturina Hrefnu, sem býr í New York, fyrir skömmu hafði hún skráð þau í þakkargjörðarhlaupið sem er átta km. Bæði stunda þau líkamsrækt og hlaup og segir Steingrímur að það hafi verið skemmtileg tilbreyting að hlaupa við öðru vísi aðstæður en þau eru vön hér heima en hlaupið var í Brooklynhverfinu.