Undanfarið hafa hestar verið á beit á svæðinu frá Stapa og að flugbrautinni. Er þetta í mikilli óþökk íbúa í nágrenninu sem segja svæðið mjög dýrmætt og einstakt fugla- og náttúrusvæði. Þegar haft var samband við formann umhverfis- og skipulagsráðs sagði hann hestana vera þarna í óleyfi og var eigendum gert viðvart.