Þýska rokksveitin Killerpilze tók á dögunum upp myndband í Vestmannaeyjum við lagið Am Meer. Myndbandið er nú klárt og má sjá afraksturinn hér að neðan en í myndbandinu fær náttúrugefurð Eyjanna að njóta sín. Sveitina skipa þrír ungir þjóðverjar, þeir Fabi sem er sautján ára , Max er tuttugu og eins og Jo er tvítugur en sveitin þykir ein af þeim efnilegri í Þýskalandi.