Nauðsynlegt að rödd okkar heyrist á þingi
21. maí, 2025
Gísli skrifar undir drengskaparheit á sínum fyrsta þingfundi. Ljósmynd/Jón Pétur Zimsen

Gísli Stefánsson tók nýverið sæti á Alþingi. Gísli leysti þar af Guðrúnu Hafsteinsdóttur, formann Sjálfstæðisflokksins. Við tókum púlsinn á Gísla, sem einnig situr í bæjarstjórn Vestmannaeyja um veru hans á þingi.

Gísli segir aðspurður um hvernig það hafi verið að setjast á þing að það hafi verið mögnuð reynsla. „Á þessum vinnustað er að finna gríðarlega hæft fólk sem hefur valið það að starfa fyrir þjóðina og það er ekki laust við að smá svona “imposter syndrome” geri vart við sig. Ég var þó búinn að undirbúa mig vel og ákvað að skilja eftir mig spor á þinginu. Flutti jómfrúarræðuna í atkvæðaskýringu um veiðigjöld þar sem ég benti á að málið ætti sennilega best heima í efnahags- og viðskiptanefnd sem fer með skattamál. Svo tók ég þátt í fjölda umræða sem voru í þinginu og í allsherjar- og menntamálanefnd sem ég einnig í í þessari viku. Svo fengu einir sex ráðherrar fyrirspurnir frá mér þar sem ég óskaði eftir skriflegum svörum frá þeim.”

Sjá einnig: Gísli lætur að sér kveða á þingi – Eyjafréttir

Gott að upplifa engar hömlur við að hoppa beint út í djúpu laugina

Var eitthvað sem kom þér á óvart?

Já og nei. Ég þekki nokkuð marga á þinginu eftir að hafa tekið þátt í pólitík undanfarin ár svo ég var með nokkuð góða innsýn inn í störfin og móralinn en það kom mér nokkuð á óvart hvað fólk úr öllum flokkum var áhugasamt um mig og mínar pælingar og það var ágætis merki um að samtalið inni í þinginu er gott. Fjölmiðlar sýna það takmarkað enda er svosem ekki skortur á fréttaefni hvað varðar átök um málefnin. Einnig var gott að upplifa engar hömlur við að hoppa beint út í djúpu laugina.

Er Gísli er inntur eftir svörum um hvað honum hafi fundist helst brenna á þingheimi segir hann að veiðigjöldin hafi verið nokkuð stórt mál.

„Þó að umræðu um þau væri lokið þegar ég kom inn. Þau lituðu flest alla aðra umræðu. Einnig var það nokkuð stórt mál, a.m.k. hjá stjórnarandstöðunni að forseti hefði gengið á bak orða sinna við fulltrúa stjórnarandstöðunnar um að lengja ekki í fundartíma og sett þingfund á laugardegi í ofan á lag. Botnin fór svo úr þegar að fjármálaráðherra mætti ekki til þingfundarins umræddan laugardag þar sem hann var upptekinn við vinnustofu Viðreisnar, sem var haldin innan veggja Alþingis. Þetta hafði svo mikil áhrif á umræðuna fram eftir vikunni og kenndi mér vel á það hvernig þingstörfin geta verið flókin.”

Spurði m.a. um göng til Eyja, útboð á innanlandsflugi og framtíðaráform í Landeyjahöfn

Nú lagðir þú fram þó nokkuð af fyrirspurnum til ráðherra. Hvað varst þú að spyrja þá um?

Innviðaráðherra fékk fyrirspurnir frá mér í tenglum við göng til Eyja, útboð á innanlandsflugi og framtíðaráform í Landeyjahöfn. Einnig spurði ég hann útí lokaáfanga í tvöföldun Reykjanesbrautar. Heilbrigðisráðherra fékk fyrirspurn um hvort hún hyggist klára sjúkraþyrluverkefnið á Suðurlandi sem búið var að fjármagna fyrir covid og fjármálaráðherra fékk fyrirspurn frá mér um hvort hann hyggst halda til streitu núverandi kröfulýsingu sinni í úteyjar Vestmannaeyja. Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra fékk fyrirspurnir frá mér vegna húshitunarkostnaðar í eyjum og framtíðaruppbyggingu orkuinnviða og fjármálaráðherra fékk fyrirspurn um fasteignafélagið Þórkötlu og stöðu þeirra Grindvíkinga sem kunna að vilja snúa aftur heim. Einnig fékk dómsmálaráðherra fyrirspurn um framtíðarstöðu skipastóls Landhelgisgæslunnar í Njarðvíkurhöfn.

Að endingu segir Gísli að hann muni á næstu vikum fá svör við þessum fjölmörgu fyrirspurnum og vonar að þar leynist svör sem gleðji. „Einnig vona ég að út úr þeim skapist samtöl sem munu bæta stöðu þeirra málaflokka sem ríkið fer með ferðina í og eru okkur mikilvægir. Andstæðurnar í því hvernig við höfum haldið á okkar málum hér í Eyjum í samanburði við stöðuna í þeim málaflokkum sem okkur varða en eru á forræði ríkisins eru augljósar og því er nauðsynlegt að rödd okkar heyrist á þingi.”

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
4. tbl. 2025
4. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.